Náðu í appið
Öllum leyfð

The Rocker 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 20. ágúst 2008

Sumir hæfileikar ættu að haldast leyndir

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 40% Critics
The Movies database einkunn 53
/100

The Rocker segir sögu af misheppnuðum rokkara sem fær óvænt tækifæri til að slá í gegn á ný í hljómsveit framhaldsskólakrakka.

Aðalleikarar

Leikstjórn


The Rocker er fín skemmtun og kemst upp með klisjukennda formúlu sökum þess hvað húmorinn er öðruvísi og miklu ferskari en ég átti von á. Rainn Wilson er bara stórfínn í hlutverki sínu og er límið sem heldur myndinni saman þó að krakkarnir séu heldur ekkert svo afleitir. Sumir partar eru fyrirsjáanlegir en myndin dettur aldrei í það að þynnast eitthvað. Þetta er alls ekki frábær mynd, hún býður ekki upp á neitt nýtt en ég hafði bara svo gaman af henni að ég gef henni tvær og hálfa stjörnu eða 7/10 í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Óminnisstætt afrit

The Rocker er býsna standard gamanmynd sem að fylgir mjög standard og klisjukenndri formúlu (þ.e.a.s. þroskasögu lúðans frá smábarni yfir í fullorðinn mann). Myndin er alls ekki slæm til áhorfs og rennur hjá sem miðjumoðs afþreying með örfáum ágætum bröndurum.

Ég hef reyndar aldrei skilið hrifningu fólks á Rainn Wilson, en kannski er það af sökum þess að ég er lítt hrifinn af bandarísku Office þáttunum. Wilson er þó reyndar drullufín í þessari mynd og ber hana ágætlega uppi.

Ég verð þó að viðurkenna að meðan ég horfði á The Rocker fór myndin smátt og smátt að minna mig á The School of Rock með Jack Black.
Þetta var nokkuð saklaust í byrjun, en með tímanum fór mér bara að finnast ég vera að horfa á hreina og beina kópíu.

Ef ykkur finnst það vera kjánaleg fullyrðing, þá tók ég hér saman 10 hluti sem The Rocker á sameiginlegt við þá mynd.

Ég minni á væga spoilera. Ekki lesa ef þið viljið að seiðandi atburðarás þessarar myndar komi ykkur á óvart.

1. Aðalpersóna myndarinnar er ofvirkur tónlistarunnandi sem er sparkaður úr hljómsveit fyrrum félaga sinna.

2. Aðalkarakterinn (sem hér nefnist "Fish") neyðist til að flytja tímabundið inn undir þak hjá pari þar sem kellingin gargar á hann hversu mikill aumingi hann er og að hann þurfi á alvöru vinnu að halda - Maður hennar, hins vegar, skilur hann.

3. Fish slæst í hóp krakka/unglinga sem reynast síðar vera betri en þeir upphaflega héldu.

4. Krakkarnir eru reglulega í umsjón annarar konu (í þessu tilfelli Christina Applegate í stað Joan Cusack) sem Fish lendir í semi-rómantísku sambandi með. Engin áberandi tengsl, en straumarnir eru til staðar.

5. Fish kemst að því að einn lykilmeðlimur hljómsveitarinnar kann að semja góð lög.

6. Fish kemst að því - eftir alla atburðarásina - að þetta snúist ekki lengur um hann, heldur hljómsveitina, sem nú er orðin að "fjölskyldu."

7. Fish verður útskúfaður frá hópnum sem hann dáir að umgangast, og leggst í þunglyndi. Ungu hljómsveitarmeðlimirnir rífa hann upp úr því og hvetja hann með orðum sem hann sagði fyrr í myndinni.

8. Mágur Fish sést á lokatónleikunum. Mike White gerði hið sama fyrir Jack Black.

9. Fish hittir síðan á gömlu hljómsveitina sem áður sparkaði honum. Þeir spila á sömu tónleikum.

10. Áhorfendur kjósa krakkahljómsveitina fram yfir aðalnúmerið og kalla þeir hana aftur á svið.

Ég er ekki að segja að myndirnar séu 100% eins, en ýmsu þættirnir eru óneitanlega sambærilegir.

Mín niðurstaða á The Rocker er sú að hér er á ferðinni hin sæmilegasta vídeóafþreying. Ekkert möst samt nema þið séuð gallharðir aðdáendur Wilsons.

5/10 - Kannski ég bæti því við að tónlistin hafi alls ekki verið svo slæm.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn