Náðu í appið
The Air I Breathe
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

The Air I Breathe 2007

Frumsýnd: 4. apríl 2008

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 10% Critics
The Movies database einkunn 6
/10
The Movies database einkunn 37
/100

Drama byggt á gömlu kínversku máltæki sem brýtur lífið niður í 4 hliðar: hamingju, ánægju, sorg og ást. Bisnessmaður veðjar lífi sínu á hestaveðhlaup; krimmi sér framtíðina; poppstjarna fellur fyrir glæpamanni og læknir verður að bjarga ástinni sinni.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Gagnrýni (1)

Smellin mynd
Reglulega góð mynd sem segir nokkrar sögur sem tengjast allar á einn eða annan hátt. The Air I Breathe er í sjálfu sér ekkert mjög frumleg mynd en tekst samt einhvern veginn að vera frekar óvenjuleg. Hún er sögð á svipan hátt og Pulp Fiction og(hin ofmetna) Sin City en er samt mjög ólík þeim myndum enda allt annar stíll og myndataka. Sögupersónurnar í The Air I Breathe ná vel til manns og manni stendur alls ekki á sama um þær. Myndin byggist á karakterum sem maður hefur samúð með. Forest Whitaker byrjar myndina sem óöruggur skrifstofumaður sem tapar 50.000$ í veðhlaupakappreiðum og er þetta bara mjög áhugaverð frammistaða hjá honum. Síðan kynnumst við krimma(Brendan Fraser) sem getur séð inn í framtíðina, yfirmanni hans(Andy Garcia) og söngkonunni(Sarah Michelle Gellar) sem sá fyrrnefndi fellur fyrir. Fraser kemur stórlega á óvart í þessari mynd og hefur satt að segja aldrei verið svona góður. Garcia er hins vegar í mjög týpísku hlutverki en það sem er athyglisvert er að hann minnir óneitanlega á Al Pacino. Sarah Michelle Gellar er eins og hún er oftast, sæt og skemmtileg en á engan stórleik. Loks er það Kevin Bacon sem leikur lækni í krísu. Frábær leikari sem aldrei klikkar. Það sem er helst að The Air I Breath er að hún verður pínu langdregin í seinni hálfleik, tónlistin er ekkert spes og svo hefur maður það á tilfinningunni að einhverjir möguleikar hafi ekki verið fullnýttir. Jæja, bærileg mynd og vel það. Ég segi þrjár stjörnur eða 8/10 í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn