Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Slither 2006

(Incisions)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 16. júní 2006

Horror Has a New Face

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 87% Critics
The Movies database einkunn 69
/100

Þegar viðbjóðsleg og útsmogin geimvera fer að taka sér bólfestu í mannfólki verða íbúar Wheesley að finna ráð til að útrýma meindýrinu. Ringulreiðin ríkir í bænum og lögreglustjórinn Bill Pardy (Nathan Fillion – Serenity), menn hans og Starla Grant (Elizabeth Banks – 40 Year Old Virgin) verða að koma í veg fyrir að uppvakningar hertaki bæinn þeirra... Lesa meira

Þegar viðbjóðsleg og útsmogin geimvera fer að taka sér bólfestu í mannfólki verða íbúar Wheesley að finna ráð til að útrýma meindýrinu. Ringulreiðin ríkir í bænum og lögreglustjórinn Bill Pardy (Nathan Fillion – Serenity), menn hans og Starla Grant (Elizabeth Banks – 40 Year Old Virgin) verða að koma í veg fyrir að uppvakningar hertaki bæinn þeirra eða jafnvel jörðina alla. ... minna

Aðalleikarar

John Leguizamo

Bill Pardy

Michael Rooker

Grant Grant

Elizabeth Banks

Starla Grant

Gregg Henry

Jack MacReady

Bijou Phillips

Kylie Strutemyer

Brenda James

Brenda Gutierrez

Xantha Radley

Uptight Mom

Dustin Milligan

Drawing Boy

Lloyd Kaufman

Sad Drunk

Zak Ludwig

Gina Kid

Mary Black

Woman in Basement

Ben Cotton

Charlie

Rob Zombie

Dr. Karl (voice)

Leikstjórn

Handrit

Vantar meiri hraða og meiri húmor
Ég vil fyrst og fremst hrósa Slither sérstaklega fyrir að vita vera með fast markmið. Hún hvorki reynir né vill vera neitt annað en ósmekkleg, nett ógeðfelld og kvikindislega hlægileg B-afþreying. Þetta hljómar eins og mynd að mínu skapi. Ég elska svona samblöndur og það eina sem vantaði hérna væri leikstjórakredit frá Sam Raimi og þá hefði þessi mynd verið efst á mínum "must see" lista á þessu ári. Ég veit nú ekki alveg nógu mikið um þennan James Gunn. Hann virðist allavega vera mikill aðdáandi þess sem hann gerir hérna, en af óskiljanlegum ástæðum fannst mér Slither bara aldrei ná neinu flugi. Hún er metnaðarfull en heldur auðgleymd og alls ekki nógu fyndin eða skemmtileg til að ná ásættanlegum meðmælum.

Myndin er voða hefðbundin í uppbyggingu, og fullhæg einnig að mínu mati. Um leið og atburðarásin kemst ágætlega í gang þá má hafa gaman af vitleysunni af og til. Svarti húmorinn kemst vel til skila en flakkar á milli þess að vera sterkur og þvingaður. Annars bjóst ég við góðum kipp í seinni helming myndarinnar en myndin öðlast aldrei neina orku sem gerir afþreyingargildið betra. Hún er í staðinn bara yfirdrifið sjúk og lítið annað. Ég gæti ekki kallað sjálfan mig kvikmyndaáhugamann ef ég væri ekki alæta á allt og gæti þar af leiðandi horft á subbuskap með bestu lyst, en hérna fannst mér ógeðið meira fráhrindandi heldur en skemmtilegt. Sennilega reyndi Gunn aðeins of mikið.

Leikarar myndarinnar eru fínir og virðast njóta þess að vera með í ruglinu (myndi þér ekki líða þannig líka?), en annars ekkert eftirminnilegir. Nathan Fillion stendur reyndar upp úr með nokkra góða frasa en það er sjálfsagður hlutur þegar Firefly-snillingurinn er á skjánum. Ef eitthvað þá hefði hann mátt vera fyndnari. Annars er fólkið á skjánum jafn mikið til skrauts og öll förðunin sem fylgir svona mynd, en hún er óneitanlega frábær. Brellur eru líka mátulega góðar.

Slither er á vissan hátt fersk og skemmtilega unnin mynd en James Gunn hefði vel mátt bústa meira fjöri í þetta svo viðbjóðurinn hefði lagst betur í mann, í stað þess að þóknast innri púka sínum svona mikið og bara vera eins kvikindislegur og hann gat til að sjokkera. Margir hryllingsnördar og Troma-unnendur eiga eftir að njóta sín í botn samt sem áður, sérstaklega í góðum félagsskap með nokkra bjóra við hendi.

5/10


Mjög skemmtileg hryllingsmynd, þar sem hugmyndafluginu er gefinn laus taumurinn... Alltaf gaman að svona myndum sem vita hverjar þær eru en taka sig ekki of alvarlega. Mjög flottar tæknibrellur og bærinn og umhverfið passa vel við söguþráðinn. Mjög fínn leikur, Nathan Fillion að standa fyrir sínu og hinir líka. Sæmileg persónusköpun, fínn húmor og spenna, og slatti af splatters. Ekki eins margar klisjur og ég bjóst við, en sagan fer svolítið út og suður og flakkar of mikið milli persóna til að eftir standi einhver heildstæð saga. Myndin er of mikið kjaftæði til að teljast vera mjög ógeðsleg, sem mér finnst kostur, ég fékk ekki upp í kok af neinu atriði sko. Hristir bara svona hæfilega upp í manni til að maður njóti bara afþreyingarinnar, ég hló alveg helling og salurinn var greinilega sammála um hvaða atriði voru mest hrikaleg og/eða fyndnust. Myndin er því með öðrum orðum, ekki eftirminnileg en vel þess virði að kíkja á í bíó, svona til að upplifa öðruvísi skemmtun. Takk takk og góða skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þarf að segja hið augljósa? Slither er einföld B-mynd, ein af þessum hakker splatter Troma myndum sem í þessu tilfelli gat verið gífurlega skemmtileg en einnig hræðilega leiðinleg á köflum. Ég gæti lýst myndinni sem gífurlega löngum hjartamæli, það var mjög oft sem hápunkti í möguleikum var náð en jafnoft sem í lágpunkti, með öllu því góða fylgdi yfirleitt eitthvað slæmt með. Nathan Fillion er þó einn hlutinn sem gerði myndina þess virði þó svo hann sé í raun að leika sama hlutverkið og í Firefly og Serenity. Svo hinn gersamlega óþekkti Michael Rooker sem var óneitanlega fyndinn sem óheppna geimverufórnalambið. Sem bregðumynd þá brá mér mjög sjaldan, eða var húmorinn bakvið bregðuatriðin að vera tilgerðarleg? Burtséð frá því þá er varla annað hægt en að njóta þess að sjá allt þetta ofbledi, blóð, innyfli og geimveruslím splattast um hér og þar með smá söguþræði ýtt inn á milli til þess að fá afsökun fyrir því öllu. Því það er allt sem Slither er, hún er skemmtilegt rugl, og sem skemmtilegt rugl þá eru tvær og hálf stjarna mjög sanngjörn einkun, hlutinn af því er þó fyrir hann Nathan Fillion.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Slither er blanda zombie/hrollvekja-gamanmynd. Hún er sneisafull af húmor sem einkennist helst af svona one-linerum sem maður hló mátulega vel að. Svo eru sum atriðin í myndinni virkilega subbuleg, sem er alltaf gott. Svo eru leikararnir að standa sig mjög vel. En helst var ég að fíla Gregg Henry í hlutverki borgarstjórans. Tæknibrellurnar í sumum atriðunum eru fínar. Svo var eitthvað við ástarsöguna sem ég var að fíla. Hálfgerð Beauty and the Beast(í orðsins fyllstu merkingu). En í heildina fannst mér Slither alveg hin fínasta mynd. Farið á hana og dæmið sjálf. 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.08.2021

Sjálfsvígssveitin langvinsælust

Síðastliðinn miðvikudag var stuð- og spennumyndin The Suicide Squad frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi og á streymisveitu HBO Max um nýliðna helgi. Íslendingar létu sig ekki vanta í bíó og rauk myndin í toppsæti aðsóknarlistans með ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn