Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Benchwarmers 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 7. júlí 2006

3 older dudes should be able to beat 9 young jocks... Right?

80 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 13% Critics
The Movies database einkunn 25
/100

Þrír gaurar hafa alla ævi þurft að sætta sig við að lifa með frekjuhundum og yfirgangsseggjum, og ákveða að nú sé nóg komið. Þegar eigandi garðafyrirtækis, Gus, sér hóp hafnaboltaleikmanna stríða Nelson, þá kemur hann honum til varnar. Blaburðardrengurinn Clark, segir þeim að vinur hans Richie, og hann, hafi aldrei leikið hafnabolta, þannig að Gus... Lesa meira

Þrír gaurar hafa alla ævi þurft að sætta sig við að lifa með frekjuhundum og yfirgangsseggjum, og ákveða að nú sé nóg komið. Þegar eigandi garðafyrirtækis, Gus, sér hóp hafnaboltaleikmanna stríða Nelson, þá kemur hann honum til varnar. Blaburðardrengurinn Clark, segir þeim að vinur hans Richie, og hann, hafi aldrei leikið hafnabolta, þannig að Gus býður þeim að spila um kvöldið. En yfirgangsseggirnir vinna leikinn. Milljónamæringurinn, faðir Nelson, Mel, býður Gus, Clark og Richie að stofna hafnaboltaliðið The Benchwarmers, og þeir slá í gegn. En þegar fréttist af hegðun Gus þegar hann var barn, þá hefur það áhrif á liðið og stuðningsmennina.... minna

Aðalleikarar

Látið þessa eiga sig
Ég held að það jákvæðasta sem að ég get sagt um The Benchwarmers sé að hún er talsvert skárri heldur en Joe Dirt og Deuce Bigalow 2, og það sýnir að Rob Schneider og David Spade hafi eitthvað skánað með tímanum. Ég er samt hræddur um að þeir eigi talsvert langt eftir til að ná þeim hæðum þar sem að þeir voru upp á sitt besta þegar að Saturday Night Live var enn á ágætis róli. Ég veit ekki hvað skal segja um Jon Heder. Hann er ágætur á skjánum við og við og hefur sæmilega útgeislun, en hann þarf að stunda meiri fjölbreytni í kvikmyndahlutverkum á næstunni. Þrátt fyrir að hafa náð vinsældum sínum með Napoleon Dynamite (ein af ofmetnari gamanmyndum síðari ára), þá þýðir það ekki að hann sé alltaf best geymdur í aulahlutverkinu.

The Benchwarmers fer engar leiðir sem að við höfum ekki farið áður. Eins og má kannski sjá fyrir, þá er húmorinn hvorki vel heppnaður né eitthvað sérstaklega þroskaður. Við höfum hér brandara sem gera grín á kostnað dverga, samkynhneigðra, nörda, bara nefnið það! Myndin ætlast einnig til þess að það komi út úr þessu jákvæður boðskapur, en ég var ekki að sjá hann virka. Í besta falli fékk þessi mynd mig til þess að glotta stöku sinnum, þökk sé Jon Lovitz.

Ég ætla ekki að vera of harður og rakka myndina alveg niður á hauginn. Mér þótti hún bara það ómerkileg og fljótgleymd, en ef að það eru einhverjir sem fíla svona kímni, þá er eflaust gott bíó hér á ferð fyrir þá.

3/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ja hérna. Ég hélt eftir Click að Happy Madison væri loksins komið á rétta braut. En nei, þessi mynd breytti því alveg. Hún er hrikalega leiðinleg allan tímann. David Spade og Rob Schneider eru glataðir. Sá eini sem gerir eitthvað af viti er John Lovitz. Ég veit að unglingar og kannski fleiri eiga eftir að fíla þessa mynd, en mér fannst hún algjört sorp, og finnst það sorglegt að Bandaríkjamenn geta ekki gert almennilegt grín lengur. Ef það ætti að lýsa henni á sem bestan hátt, horfið á misstu senurnar sem koma í enda myndarinnar. Þar segja þeir setningu sem lýsir myndinni best. This is my Official Warning to YOU!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er Heavy nett mynd!hún byrjar á því að aðalleikarinn(Rob Schneider) hittir Carl blaðbera(Spade) sem var að bera út fer svo með honum og vini hans í Hafnarbolta... svo er (Rob Schneider) allveg rosalega góður í hafnarbolta og vinnur eikkera litla stráka í hafnarbolta þeir 3 svo stofna þeir lið og allt gengur bæði vel og illa! ein besta gamanmynd ársins og mæli mjög vel með henni og hún er allveg þriggja stjörnu virði!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

26.11.2011

Versta mynd Sandlers til þessa

Það er ekki til nógu sterk hausverkjartafla í heiminum sem getur læknað mígreniskastið sem ég fékk eftir að hafa setið yfir þessari mannskemmandi ælufötu sem setur sér einungis það markmið að útiloka alla sem hafa no...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn