Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununar

Shaolin Soccer 2001

(Siu lam juk kau)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 23. október 2002

Get ready to kick some grass!

113 MÍNKínverska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
The Movies database einkunn 68
/100

Eftir skelfileg mistök sem verða til þess að ferillinn er á enda, þá hittir fyrrum fótboltamaður Shaolin Kung Fu nemanda sem er að reyna að breiða út fagnaðarerindið um Kung Fu. Fótboltamaðurinn hjálpar honum að sættast við bræður sína fimm, og kennir honum fótbolta, og bætir smá shaolin kung fu brögðum inn í til að bragðbæta.

Aðalleikarar


Þessi mynd var SNILLD ég held ég og vinir mínir höfum aldrei hlegið eins mikið á að horfa á mynd! Þetta var svo mikil sýra og sick að ég hef bara ekki séð fyndnari mynd! Mæli sterklega með þessari mynd ef ykkur líkar brútal sýrur og mega fyndni.



Kv.Trausti
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ömurlegasta mynd sem ég hef séð. Ég get venjulega hlegið mig vitlausan yfir sýrum en þetta er of mikið. illa leikin og bara asnaleg mynd. Þeir sem gerðu þessa mynd er með eitthvað alvaarlega skerta ímynd á fótbolta og bara flestu öðru. Ég nenni ekki að tala um um hvað þessi mynd er því að hún veldur bara heilaskemdum ef maður hugsar um hana. Allar aðrar myndir eru snilld miðað við þessa. Ég myndi gefa henni fullt af fýluköllum ef það væri hægt. ef þú hefur ekkert að gera þá skaltu EKKI horfa á þessa mynd. Varra alla við henni, EKKI HORFA Á HANA, ekki einu sinni í neið.:( :( :( :( bara fúll yfir henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frábær skemmtun!
Shaolin Soccer er mynd sem rosalega erfitt er að líka illa við. Svo held ég líka að íþróttamyndir geti ómögulega orðið klikkaðri en þetta. Þetta er B-mynd sem blandar undarlega saman þroskasögu við léttgeggjaðan offbeat húmor. Hún er hallærismynd í orðsins fyllstu merkingu, en óborganleg hallærismynd engu að síður.

Sagan er voða hefðbundin fyrir íþróttamynd, en hvernig unnið er úr henni er það sem lætur hana skara fram úr. Klisjan hefst með gömlum útjöskuðum fótboltaþjálfara sem setur saman lið sem samanstendur af bræðrum þar sem allir eru meistarar í Shaolin Kung-Fu. Bræðurnir hafa hins vegar ekki hundsvit á íþróttinni sjálfri og breytist hver leikur fljótt í æðisgenginn og sprenghlægilegan hasar. Húmorinn í myndinni gengur mikið út á þessar meinfyndnu og vægast sagt skrautlegu fótboltasenur (þegar þeir sparka boltanum þá þeytist markið út í buskann, eða boltinn flýgur um allt á eldingarhraða eða einhver álíka vitleysa). Hljómar ótrúlega einhæft, en svo er ekki (reynið að sjá fyrir ykkur blöndu af Dodgeball, Kill Bill og Crouching Tiger, jafnvel þótt þessi sé nokkrum árum eldri).

Myndin heldur sínu striki og missir sjaldan eða aldrei flugið. Tæknibrellurnar eru voða góðar og leikararnir fínir. Stephen Chow er sagður vera Jim Carrey austurlandanna, sem er auðséð, því maðurinn er drepfyndinn út hér um bil alla myndina.

Shaolin Soccer er mjög líkleg til að vekja mikla kátínu, enda hikaði ég ekki við að kaupa ræmuna á DVD (svæði 1). Myndin er til í tveimur útgáfum: hinni upprunalegu (Kínversku/óbreyttu) og hinni Bandarísku/Miramax-dreifðu (sem er talsett, ásamt því að vera skorin niður um heilar 25 mínútur). Ég mæli með þeim báðum, en það er meiri persónudýpt og heilsteyptari saga í upprunalegu útgáfunni. Það varðar mig ekkert um hvor útgáfuna þið veljið ykkur, en mér persónulega finnst þessi mynd vera skylduáhorf fyrir hvern þann sem vill eiga sér gott - og jafnvel svolítið flippað - vídeókvöld.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.10.2010

Viðtalið: Vilhelm Þór Neto

Íslensku unglingamyndinni Óróa hefur verið mikið hrósað fyrir öflugar leikframmistöður og þá sérstaklega frá unga fólkinu sem prýðir lykilhlutverkin. Mér tókst að "chatta" við nokkra þeirra og spyrja þá út í...

12.12.2009

Tían: Vanmetnustu myndir áratugarins

Topplistar eru alls staðar núna á helstu kvikmyndasíðum og þeim fer hiklaust fjölgangi á næstu vikum. Ég vil helst bíða með það að telja upp bestu myndir ársins '09 þangað til í janúar. Í staðinn finn ég eitthvað...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn