Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Dark Blue 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 20. júní 2003

Sworn to protect / Sworn to serve / Sworn to secrecy

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 59% Critics
The Movies database einkunn 57
/100

Myndin gerist árið 1992 í lögreglunni í Los Angeles. Hún gerist stuttu eftir að fjórir hvítir lögreglumenn berja Rodney King úti á götu, og í kjölfarið spruttu upp miklar kynþáttaóeirðir í borginni. Í þessu andrúmslofti fær sérsveit innan lögreglunnar það verkefni að rannsaka fjórfalt morð. Hinn gamalreyndi Eldon Perry, leiðbeinir nýliðanum Bobby... Lesa meira

Myndin gerist árið 1992 í lögreglunni í Los Angeles. Hún gerist stuttu eftir að fjórir hvítir lögreglumenn berja Rodney King úti á götu, og í kjölfarið spruttu upp miklar kynþáttaóeirðir í borginni. Í þessu andrúmslofti fær sérsveit innan lögreglunnar það verkefni að rannsaka fjórfalt morð. Hinn gamalreyndi Eldon Perry, leiðbeinir nýliðanum Bobby Keough, í gegnum grimman raunveruleika lögregluofbeldis og spillingar. Á sama tíma er Holland aðstoðarvarðstjóri, eini maðurinn í deildinni sem er tilbúinn að standa upp gegn sérsveitinni, og hótar að binda enda á yfirráð Perry yfir götum Los Angeles borgar. Perry og Keough þurfa að mæta eigin innri djölfum um leið og þeir leita morðingjans, en þeir djöflar reynast vera illvígari en sjálfir morðingjarnir.... minna

Aðalleikarar


Dark Blue er alveg meiriháttar mynd, með Kurt Russel í dúndurformi. Hún er spennandi, vel leikin og úrvalsskemmtun sem hentar öllum sem fíla alvöru spennumyndir. Skelli 3 og hálfa stjörnu á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að játa að þegar ég sá Dark blue varð ég fyrir smá vonbrigðum. Ég átti von á skemmtilegri mynd. Dark blue er samt ljómandi mynd á margan hátt og ég held að engum ætti svo sem að leiðast neitt yfir henni. Það sem hífir hana hinsvegar nokkuð yfir meðallag er frábær frammistaða meistara Kurt Russell í aðalhlutverkinu. Að mínu mati átti hann án vafa óskarstilnefningu skilið fyrir vikið en því miður varð ekki af því. En til þess að mynd verði skemmtileg þarf meira en gallalausn leik og þar vantar Dark blue nokkuð þar sem plottið er fremur þungt og óspennandi. Aðdáendur meistara Russell munu samt ekki fara ósáttir að sofa eftir Dark Blue.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kvikmyndin Dark Blue fjallar um rannsóknarlögreglumanninn Eldon Perry (Kurt Russel - Breakdown, 3000 Miles to Graceland). Hann lifir og hrærist í spillingunni innan lögreglunnar í Los Angeles. Hann kennir nýliðanum Bobby Keough (Scott Speedman - Underworld) hvernig á að bera sig að í heimi spillingarinnar. Þegar yfirmaður Eldons, Jack Van Meter (Brendan Gleeson - Gangs of New York, 28 days later), biður hann að rannsaka morð og rán í lítilli verslun telur Eldon sig vera að fá hefðbundið innbrotsmál sem farið hefur úr böndunum. En annað kemur á daginn. Þetta litla mál virðist teygja anga sína í efstu þrep lögreglunnar. Eldon þarf því að gera upp við sig hvort hann ætli að spila með í þessum spillingaleik eða segja sannleikann. Aðstoðarlögreglustjórinn Arthur Holland (Ving Rhames - Striptease,Bringing out the Dead) vill negla Van Meter og Eldon Perry fyrir spillingu og hjólin fara heldur betur að snúast þegar þessi togstreita gerir vart við sig hjá Eldon. Dark Blue er vel skrifuð sakamálamynd sem heldur áhorfandanum föstum frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu. Leikstjórinn nær því besta út úr leikurunum og það hreinlega geislar af Kurt Russel í aðalhlutverkinu. Það eru kannski aðeins of margar hliðarsögur í söguþræðinum en það kemur ekki að sök. Mæli hiklaust með Dark Blue.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jæja, ég brá mér í bíó að sjá Dark blue nýjustu mynd uppáhaldsleikarans míns Kurt Russells en hann lék nú síðast í 3000 miles to Graceland og Vanilla sky. Í þessari fer hann með hlutverk spillts lögregluþjóns sem kemst í kynni við undirheima Los Angeles borgar árið 1992. Kurt á stórleik, túlkar lögguna mjög vel en hann er eiginlega sá eini í þessari mynd sem kemur með einhverja persónusköpun. Hinir leikararnir standa alveg í skugganum af honum. Í sjálfu sér er handritið hálfgert sorp en miðað við það kemur myndin bara svo andskoti vel út, heldur manni við efnið allan tímann og allt það sko. Þannig að ég ætla að gefa Dark blue tvær og hálfa stjörnu. Flott hjá þér Kurt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

19.11.2011

Rampart fær nýja stiklu

"Woody Harrelson er spilltasta lögga sem þú hefur séð á skjánum", lofar fyrsti skjátextinn í nýrri stiklu fyrir myndina Rampart. Það gæti bara alveg passað, en ég er samt ekki sérfræðingur í spilltum sjónvarpslöggum. ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn