Náðu í appið
Öllum leyfð

Grill Point 2002

(Halbe Treppe)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 10. janúar 2003

106 MÍNÞýska
Vann aðalverðlaunin í Berlín 2002.

Fólkið: Tvenn vinaleg hjón á fertugsaldri. Staðurinn: Frankfurt, Þýskalandi. Ekki beint fjörugasta borg veraldar. Líf þeirra er í föstum skorðum en áfangastaðurinn er óljós. Útvarpsmaðurinn Chris og seinni konan hans Katrín, hafa ekki mikið við hvort annað að segja, í eða úr rúminu. Vinur hans, Uwe, þrælar dag og nótt í pulsustandinum sínum og gleymir... Lesa meira

Fólkið: Tvenn vinaleg hjón á fertugsaldri. Staðurinn: Frankfurt, Þýskalandi. Ekki beint fjörugasta borg veraldar. Líf þeirra er í föstum skorðum en áfangastaðurinn er óljós. Útvarpsmaðurinn Chris og seinni konan hans Katrín, hafa ekki mikið við hvort annað að segja, í eða úr rúminu. Vinur hans, Uwe, þrælar dag og nótt í pulsustandinum sínum og gleymir bæði börnum og konu. Engin furða að Ellen og Chris fara að draga sig saman. En þegar þau eru gripin glóðvolg vakna allir harkalega úr dvalanum. Hetjurnar okkar neyðast til að endurskoða líf sitt gaumgæfilega og skyndilega kemur í ljós að lítil kraftaverk geta gerst, jafnvel í borg á borð við Frankfurt, ef maður aðeins trúir á þau! ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Lífsförunautar til skiptanna

Það mælir ekkert gegn því að skipt sé um lífsförunaut á eins og átta ára fresti segir ein persónan í þýsku dramamyndinni Halbe Treppe (sem af einhverjum furðulegum ástæðum er auglýst undir enska titlinum Grill Point). Á þeim tímapunkti í myndinni hefur komist upp um framhjáhald í vinahópnum og ramba tvö hjónabönd því á barmi skilnaðar meðan leikendur gera upp við sig hvernig þeir bregðast við atburðum, hvort það verði aftur snúið eður ei.

Það hefur verið látið mikið með þessa ágætu mynd, jafnvel of mikið. Sumu stendur hún undir, öðru ekki. Halbe Treppe er fínasta dramamynd þar sem skiptast á sorgleg atriði og sprenghlægileg og slatti þar á milli, á einstaka kafla verður hún jafnvel langdregin. Persónurnar eru brjóstumkennanlegar í dáðleysi sínu og útbrunnu samlífi sem virðist þó á tímabili geta ræst úr hjá tveimur þeirra. Myndin er hrá, köld og virkar löngum ágætlega á áhorfandann.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

14.12.2002

''Þýsk grínmynd'' ekki lengur þversögn

Næsta mynd Film-undurs, Grill Point, er merkileg fyrir margar sakir. Í fyrsta lagi er hún þýsk og í öðru lagi er hún fyndin. Hefur þetta tvennt ekki þótt fara vel saman hingað til, enda Þjóðverjar þekktari fyrir stundvísi...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn