Highlander: Endgame (2000)16 ára
( Highlander 4 )
Frumsýnd: 8. desember 2000
Tegund: Spennumynd, Spennutryllir, Vísindaskáldskapur, Ævintýramynd
Leikstjórn: Douglas Aarniokoski
Skoða mynd á imdb 4.6/10 16,438 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
It will take two immortals to defeat the ultimate evil. But in the end, there can be only one.
Söguþráður
Þegar Connor Macleod sér sinn gamla vin Rachel deyja í sprengingu, þá fær hann nóg af því að vera ódauðlegur og hinum ævarandi sársaka sem það hefur í för með sér fyrir hann og ástvini hans. Hann læsir sjálfan sig inni á helgum stað þar sem ódauðlegir sem eru orðnir leiðir á lífinu geta flúið til, og einnig til að tryggja að Verðlaunin falli ekki í rangar hendur. En gamall óvinur, Jacob Kell, og hópur leigumorðingja hans, ræðst á helgistaðinn og drepur alla þar nema Connor, en hann er þvingaður til að koma út undir bert loft til að berjast. Kell og Connor voru eitt sinn vinir, og þekktust vel þegar Connor var vísað úr Glenfinnan; en hann sneri aftur þegar hann frétti að brenna ætti móður hans á báli, en í tilraun til að bjarga henni, þá drap Connor Kell, sem varð ódauðlegur, bitur og fullur haturs, og einsetti sér það að gera líf Connor að helvíti á jörð. Víkur nú sögunni aftur að nútímanum, en óþokkar Kell, þar á meðal Kate, gömul ástkona Duncan sem vill hefna sín fyrir að hafa óviljandi verið gerð ódauðleg fyrir mörgum öldum síðan, ráðast á Duncan Macleaod, ættingja Connor. Árásin tengdist eitthvað Connor, og Duncan fer að leita að honum til að komast að því afhverju. Á leiðinni þá kemst hann að því að á þessum 450 árum síðan Connor og Kell áttust við í Glenfinnan, þá hefur Kell afhöfðað meira en 600 manns, sem gerir hann að kraftmesta ódauðlega manninum í heiminum. Það sem gerir málin enn verri er að hvorki Connor né Duncan eru nógu sterkir til að mæta Kell einir.
Tengdar fréttir
28.02.2015
Ný Rauð Sonja á leiðinni
Ný Rauð Sonja á leiðinni
Empire kvikmyndaritið segir frá því að undirbúningur sé hafinn fyrir nýja mynd um Rauðu Sonju, eða Red Sonja, sem Brigitte Nielsen, fyrrverandi kona Sylvester Stallone, lék svo eftirminnilega árið 1985, ásamt Arnolds Schwarzenegger í hlutverki Kalidor prins. Búið er að ráða handritshöfund, Christopher Cosmos, í verkið. Sonja er, eins og Empire bendir á, að einskonar...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 11% - Almenningur: 39%
Svipaðar myndir