Robin Hood
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ofbeldi
Í myndinni er ljótt orðbragð
SpennumyndÆvintýramynd

Robin Hood 2018

Frumsýnd: 4. janúar 2019

The Legend You Know. The Story You Don't.

5.3 55259 atkv.Rotten tomatoes einkunn 15% Critics 6/10
116 MÍN

Þjóðsögunni þekktu um alþýðuhetjuna Hróa hött sem ásamt félögum sínum í Skírisskógi rændi þá ríku til að gefa þeim fátæku eru gerð ný og uppfærð skil í þessari stórskemmtilegu og fjörugu mynd þar sem bardaga- og áhættuatriðum er gert hátt undir höfði. Auk þess má fullyrða að Hrói sjálfur hefur aldrei verið jafn fimur með bogann og... Lesa meira

Þjóðsögunni þekktu um alþýðuhetjuna Hróa hött sem ásamt félögum sínum í Skírisskógi rændi þá ríku til að gefa þeim fátæku eru gerð ný og uppfærð skil í þessari stórskemmtilegu og fjörugu mynd þar sem bardaga- og áhættuatriðum er gert hátt undir höfði. Auk þess má fullyrða að Hrói sjálfur hefur aldrei verið jafn fimur með bogann og hann er í þessari mynd. Sem fyrr snýst barátta Hróa hattar og manna hans um að varna því að Jón fógeti í Nottingham nái að sölsa undir sig völd og peninga sem tilheyra ekki honum. Sagan hefst þó nokkrum árum fyrr þegar Hrói var lávarður í Nottingham og átti í ástarsambandi við Marion heitmey sína og frænku hins gjörspillta Jóns fógeta. Þegar Jón stíar þeim í sundur með því að senda Hróa í krossferð til Austurlanda tekst honum um leið að sölsa undir sig landareign hans. Fimm árum síðar þegar Hrói snýr aftur úr krossferðinni og kemst að því að hann er talinn hafa verið drepinn í orrustu ákveður hann að breyta sér í hinn hettuklædda Hróa hött, koma fram hefndum á Jóni og hans mönnum og endurheimta um leið ástir Marion ...... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn