Caddyshack
Bönnuð innan 6 ára
GamanmyndÍþróttamynd

Caddyshack 1980

Some People Just Don't Belong.

7.3 100264 atkv.Rotten tomatoes einkunn 74% Critics 7/10
98 MÍN

Margt fyndið gerist í fínum golfklúbbi. Allir meðlimir eru auðugir og sérstakir, og allir starfsmenn eru fátækir og aðeins minna skrýtnir. Aðal persónan er Danny, sem er kylfuberi sem gerir nánast allt til að safna pening til að komast í menntaskóla. Það eru margar hliðarsögur, þar á meðal ein um aðstoðar flatarumsjónarmanninn, sem er stöðugt að eltast... Lesa meira

Margt fyndið gerist í fínum golfklúbbi. Allir meðlimir eru auðugir og sérstakir, og allir starfsmenn eru fátækir og aðeins minna skrýtnir. Aðal persónan er Danny, sem er kylfuberi sem gerir nánast allt til að safna pening til að komast í menntaskóla. Það eru margar hliðarsögur, þar á meðal ein um aðstoðar flatarumsjónarmanninn, sem er stöðugt að eltast við krúttlegt nagdýr.... minna

Aðalleikarar

Chevy Chase

Ty Webb

Ted Knight

Richter Elihu Smails

Michael O'Keefe

Danny Noonan

Bill Murray

Carl Spackler

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)


Ein af bestu gamanmyndum sem ég hef séð. Harold Ramis er alveg frábær þegar kemur að gamanmyndum, og veit upp á hár hvernig á að skemmta áhorfandanum. Þessi, Groundhog Day, Vacation, Stripes o.fl frábærar myndir eru sönnum fyrir því. Chevy Chase, Rodney Dangerfield og Bill Murray sýna snilldarframmistöður og halda skemmtanagildinu alveg þar til myndin endar. Klassa gamanmynd sem þið verðið að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær gaman mynd sem hitti beint í mark. Myndin dregur nafn sitt af starfi aðalpersónunnar, en hann vinnur við að bera golfpoka fyrir golfara.

Það eru margar góðar persónur í þessari mynd en sú besta að mínu mati var Carl, sem var snilldarleikin af Bill Murray, hann var einhverskonar garðyrkjumaður.

Það er varla hægt að lýsa þessari mynd þú verður bara að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn