Frítt í bíó í dag á Áhugamál Íslendinga

Frítt verður í bíó í dag kl. 19.30 – 22.00 í Háskólabíói, á heimildarmyndina Áhugamál Íslendinga, sem framleidd er af Fjórfilmu í samstarfi við Evrópu unga fólksins.

fjorfimls

Í myndinni er fylgst með ungum Íslendingum stunda áhugamálin sín sem eru hestamennska, siglingar, sjósund, björgunarsveitarstörf og skíðamennska. Myndin er 64 mínútur, samansett úr 5 pörtum þar sem hvert áhugamál er tekið fyrir sérstaklega.

Í tilkynningu frá aðstandendum segir að eftir sýningu myndarinnar verði boðið upp á fyrirspurnir úr sal, Q&A, með Fjórfilmu og nokkrum viðmælendum myndarinnar. Boðið verður upp á frítt popp og kók.

Viðburðurinn er hluti af Evrópskri ungmennaviku, en aðstandendur hvetja fólk til að skrá sig á Facebook viðburðinn þeirra til hægt sé að átta sig betur á gestafjölda.

Nánari upplýsingar:
https://europa.eu/youth/eyw/event/25149_is
http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/nr/8289
https://europa.eu/youth/eyw/country/82/event_is
http://www.fjorfilma.com/
www.facebook.com/Fjorfilma

Með von um jákvæð viðbrögð,
Birgitta Sigursteinsdóttir, leikstjóri