Leyndarmál banka upp á – Fyrsta stikla úr Blóðbergi

Ný íslensk kvikmynd, Blóðberg, verður forsýnd á Stöð 2 á Páskadag, 5. apríl. Myndin er í leikstjórn Björns Hlyns Haraldssonar sem einnig skrifar handritið. Myndin fer svo í almennar sýningar í Sambíóunum 10. apríl.

blodberg

Eins og segir í til­kynn­ingu þá fjall­ar mynd­in um hina hefðbundnu ís­lensku fjöl­skyldu sem á yf­ir­borðinu er nán­ast full­kom­in. Fjöl­skyldufaðir­inn bjarg­ar sam­lönd­um sín­um með skrif­um á sjálfs­hjálp­ar­bók­um á meðan móðirin bjarg­ar fólki á spít­al­an­um þar sem hún vinn­ur sem hjúkr­un­ar­kona. En hvor­ugt þeirra hef­ur kjark til að bjarga sjálfu sér. Þau lifa og hrær­ast í lífi leynd­ar­mála sem einn dag­inn banka upp á.. og þá breyt­ist allt.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Rakel Garðars­dótt­ir og Ágústa M. Ólafs­dótt­ir fram­leiða mynd­ina en hún er unn­in í sam­vinnu við 365 & Pega­sus.

Helstu leikendur eru Hilm­ar Jóns­son, Harpa Arn­ar­dótt­ir, Hilm­ar Jens­son, Þór­unn Arna Kristjáns­dótt­ir, María Heba Þor­kels­dótt­ir og Sveinn Ólaf­ur Gunn­ars­son.

Um er að ræða fyrstu kvik­mynd Björns Hlyns sem leik­stjóra en hann hef­ur leikið í ótal mynd­um og sjón­varpsþátt­um hér á landi sem og er­lend­is.