Frumsýning: Veiðimennirnir

veiðiSena frumsýnir nú á föstudaginn spennumyndina Veiðimennirnir (Fasandræberne ) en hér er á ferðinni önnur myndin sem gerð er eftir  metsölubókum spennusagnahöfundarins danska Jussi Adler-Olsen, en sú fyrri, Konan í búrinu, var frumsýnd fyrir tveimur árum.

Myndin verður sýnd í Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan.

Þegar fyrrverandi lögreglumaður og nú óreglumaður kemur að máli við Carl Mørck og segir honum frá óleystu morðmáli ákveða Carl og Assad aðstoðarmaður hans að hella sér í rannsókn þess af krafti.

fasan

Sem fyrr fara þeir Nikolaj Lie Kaas og Fares Fares með hlutverk þeirra Carls Mørck og Assads, en þeir vinna í svokallaðri Q-deild lögreglunnar við að flokka gömul óleyst sakamál.

Morðmálið óleysta sem þeir Carl og Assad reyna að komast til botns í átti sér stað fyrir 20 árum í grennd við heimavistarskóla sem aðeins þeir efnameiri gátu sent börn sín í. Tvær ungar konur voru myrtar á hrottalegan hátt og þótt sterkar vísbendingar hafi verið um að morðinginn eða morðingjarnir tengdust skólanum var rannsókn málsins lögð á hilluna og grundvelli ónógra sannana. Það tekur þá Carl og Assad hins vegar ekki langan tíma að komast að því að hér er heldur betur maðkur í mysunni sem aftur tryggir að þeir munu ekki láta staðar numið fyrr en þeir eru búnir að komast að hinu sanna …

Fróðleiksmolar til gamans: 

• Jussi Adler-Olsen er fæddur í Kaupmannahöfn árið 1950 og hefur sent frá sér fjórar bækur um þá Carl Mørck og Assad hjá Q-deild dönsku lögreglunnar, en þær hafa allar notið mikilla vinsælda og skipað Jussi á bekk með fremstu glæpasagnarithöfundum
Norðurlanda. Fyrstu þrjár bækurnar, Kvinden i buret, Fasandræberne og Flaskepost fra P hafa allar verið gefnar út af Forlaginu í íslenskri þýðingu og heita Konan í búrinu, Veiðimennirnir og Flöskuskeyti frá P. Sú fjórða heitir svo Journal 64.

• Þess má geta að þriðja sagan um þá Carl Mørck og
Assad, Flaskepost fra P, er núna í kvikmyndun í leikstjórn Nikolaj Arcels