Sker boðið á Tribeca Film Festival

Stuttmyndinni Sker eftir Eyþór Jóvinsson hefur verið boðin þátttaka á tvemur virtum og eftirsóttum kvikmyndahátíðum í Bandaríkjunum, Tribeca Film Festival og Aspen Shortfest. Eyþór mun fylgja myndinni eftir og fara út á báðar þessar hátíðir.

Sker er sannsöguleg vestfirsk stuttmynd sem gerist í Arnarfirðinum og fjallar um ferðmann sem siglir út í Gíslasker, en fljótlega áttar hann sig á því að það var kannski ekki svo góð hugmynd.

location_gislasker1000

Það er Vestfirska kvikmyndafélagið Gláma sem stendur á bakvið myndina, en Eyþór Jóvinsson skirfaði handritið og leikstýrði, Aðalhlutverk er í höndum Ársæls Níelssonar. Sker er fyrsta mynd leikstjórans Eyþórs. En Kvikmyndafélagið Gláma, sem sérhæfir sig í vestfirskri kvikmynda- og heimildarmyndagerð hefur áður gefið út Vestfirskan stuttmynda-hryllings-þríleik ásamt því að vera með nokkrar heimildarmyndir í vinnslu, meðal annars um Fjallabræður og Act Alone.

Stikk: