Handritasamkeppni meðal kvenna

Wift á Íslandi efnir til handritasamkeppni meðal kvenna í samstarfi við Wift í Noregi. Verkefnið er styrkt af framkvæmdasjóði til jafnréttismála.

Samkeppnin er opin öllum konum og er beðið um eina síðu með tillögu að stuttmyndahandriti. Fagnefnd velur síðan úr hugmyndum sem komast áfram og fara í gegnum þrjú þróunarstig þar til fimm handrit í hvoru landi eru tilbúin til framleiðslu.

DIS_Still3kl

Wift stendur fyrir Women in film and television og er aðalmarkmiðið að stuðla að fjölbreytni í myndrænum miðlum með því að virkja konur, gera þær sýnilegri og styðja þátttöku þeirra í öllum hlutverkum í framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis.

Skila má gögnum á íslensku, norsku eða ensku á netfangið wift@wift.is og er skilafrestur til 1. maí næstkomandi.

Stikk: