Bíó paradís

Hverfisgötu 54, Reykjavík
Sími:
bioparadis.is

Bíó Paradís sýnir nýjar áhugaverðar kvikmyndir frá öllum heimshornum auk hverskyns eldri mynda erlendra sem innlendra, hýsir kvikmyndahátíðir og stendur fyrir fjölbreyttum kvikmyndatengdum viðburðum. Bíó Paradís er sannarlega heimili kvikmyndanna, fyrsta og eina listræna kvikmyndahúsið á Íslandi eins og segir á vef bíósins.

Bíó Paradís er samstarfsvettvangur flestra þeirra sem koma að kvikmyndamálum í landinu, innlendra dreifingaraðila, kvikmyndahátíða og skóla.

Reglulegar sýningar á perlum kvikmyndanna fyrir börn og unglinga fara fram í húsinu, þar sem markmiðið er að efla þekkingu og menntun á þessari mikilvægu listgrein. Nánar má lesa um kvikmyndafræðslu hér: 

Stofnaðilar sjálfseignarstofnunarinnar Heimilis kvikmyndanna ses, sem rekur Bíó Paradís, eru fagfélög kvikmyndagerðarmanna (Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Félag kvikmyndagerðarmanna og Samtök kvikmyndaleikstjóra),  Félag kvikmyndaunnenda og Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF).

Bíóið endurnýjaði nýverið veitingasöluna og barinn og boðið er upp á fullkominn Barco 4K Laser myndvarpa í sal 1 ásamt því að vera með ný sýningartjöld í öllum sölum til þess að tryggja framúrskarandi myndgæði.