Zemeckis endurgerir Oz

Þær hreinlega vella upp úr Hollywood endurgerðirnar þessa daganna og gullaldarmeistaraverkið The Wizard of Oz er næst á þeirri dagskrá. Leikstjórinn Robert Zemeckis, sem leikstýrði meðal annars Back to the Future og Forrest Gump, er nú í samningsviðræðum og er búist við að hann taki verkefnið að sér.

The Wizard of Oz þekkja flestir, en hún kom út árið 1939 og hefur verið sett í ýmsa búninga síðan þá. Zemeckis mun að sögn vinna með handritið að upprunalegu myndinni, sem er einna helst merkilegt því hvorki meira né minna en 19 manns unnu að því. Þessi frétt kemur á hælum tilkynningar frá Disney kvikmyndaverinu, en þeir eru í þann mund að hefja framleiðslu á ‘prequel’ mynd um galdrakarlinn í Oz. Mun sú mynd vera í leikstjórn Sam Raimi, og fer Robert Downey Jr. með hlutverk galdrakarlsins.

– Bjarki Dagur