Verður Craig langlífasti Bondinn?

23. Bond-myndin eða Skyfall, sem fékk loksins titil í síðasta mánuði, mun marka bæði 50 ára afmæli seríunnar og lengsta bil á milli Bond-mynda án þess að skipta um leikara; en mun hún einnig marka upphaf langlífasta Bond-ferilsins? Framleiðandi Skyfall, Michael G. Wilson, virðist vilja einmitt það: „Daniel [Craig] hefur verið frábær Bond, framúrskarandi leikari og indæll maður. Aðdáendurnir elska hann og ég held að það sé ekki til betri leikari til að leika hlutverkið; það er pottþétt eitthvað sem við munum ræða við hann eftir að tökur á Skyfall ljúka. Ég myndi gjarnan vilja sjá hann ná fram úr meti Rogers [Moore] og gera átta myndir.“

Wilson var í viðtali við tímaritið People og ásamt því að afhjúpa fimm-Bond-mynda-dílinn sem býðst Craig, talaði hann smávegis um Skyfall: „Leikstjórinn Sam Mendes og Daniel eru að fara með myndina aftur til sjöunda áratugarins; meira í stíl við Sean [Connery]. Ég held að aðdáendurnir vilji það. Það er þetta töfrandi Goldfinger andrúmsloft í kringum myndina og ég get ekki beðið eftir að fólk sjái hana, því við erum að gera sérstaka Bond-mynd.“

Nú þegar árið fer að enda styttist óðum í Skyfall, sem var á einum tímapunkti nálægt því að sjá aldrei dagsins ljós, og er búist við henni í enda október á næsta ári.