Tvær traustar á toppnum

Þrátt fyrir að fjórar splunkunýjar kvikmyndir hafi verið frumsýndar í íslenskum bíóhúsum nú um helgina, halda toppmyndir síðustu viku stöðu sinni, en hákarlatryllirinn The Meg og dans- og söngvamyndin Mamma Mia! Here We Go Again, skipa áfram fyrsta og annað sæti íslenska bíóaðsóknarlistans þessa vikuna.

Myndirnar nýju sem um ræðir eru Crazy Rich Asians, í þriðja sæti, Slender Man, í fimmta sæti, The Happytime Murders , í áttunda sæti, og Kvíðakast. í 17. sæti.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: