Tröllvaxinn árangur

Tröllin í teiknimyndinni skemmtilegu Trolls Band Together gerðu sér lítið fyrir og héldu toppsæti íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð núna um helgina og stóðust þar með áhlaup öflugustu ofurhetju heims, Captain Marvel í myndinni The Marvels. Geri aðrir betur!

Tröllin löðuðu rúmlega fjögur þúsund manns í bíó á meðan 2.400 komu að sjá The Marvels.

Í þriðja sæti listans er svo hrollvekjan og fyrrum toppmyndin Five Nights at Freddy´s, með 775 áhorfendur um síðustu helgi.

135 milljóna tekjur Barbie

Tekjuhæsta mynd listans, Barbie, er nú komin upp í 135 milljóna króna aðgangseyri, sem er harla gott svo ekki sé meira sagt en myndin er búin að vera í sautján vikur á lista.

Sjáðu topplistann í heild sinni hér fyrir neðan: