Teaser fyrir W.

Það er kominn teaser fyrir næstu mynd Oliver Stone (Platoon, World Trade Center, U Turn), en hún ber nafnið W. (ekki gleyma punktinum) og er nokkurskonar annáll lífs Bandaríkjaforsetans George W. Bush, sem leikinn er af Josh Brolin.

Teaserinn sýnir óheflað líf Bush þegar hann var yngri og spyr síðan þeirrar spurningar hvernig hann gat breyst í Bandaríkjaforseta. Ótrúlegt einvalalið leikara leikur í myndinni og hvetjum við til þess að þið kíkið á undirsíðu myndarinnar hér á kvikmyndir.is og farið yfir listann því það er alltof langt að telja hann upp hér. Þessir leikarar leika marga pólitíska aðila, eins og t.d. Dick Cheney, George W. Bush eldri, Condoleezza Rice, Laura Bush o.fl.

Smellið hér til að horfa á teaserinn.

Tengdar fréttir

5.6.2008    Teaser plakat fyrir myndina W

23.5.2008    Richard Dreyfuss leikur Dick Cheney í W