Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hér er enn eitt stórvirkið eftir leikstjórann Oliver Stone. Sami maður og færði okkur myndir á borð við JFK, Scarface, Salvador og Nixon. Ásamt því að leikstýra myndinni þá skrifaði hann handritið að því. En hann byggir það að mestu af sinni eigin reynslu í Víetnam. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá barðist hann í einum stærsta bardaga stríðsins árið 1968, en síðasta bardagaatriðið í myndinni virðist vera fyrirmynd þess.
Það sem er sérstakt við þess mynd er að Oliver Stone reynir ekkert að fegra hlutverk Bandaríkjamanna í stríðinu. Hann gerir áhorfandanum nokkuð ljóst að tilvera Bandaríkjamanna í stríðinu var tilgangslaus. Einnig dróg hann fram margar slæmar hliðar sem Bandaríkjamenn gerðu í stríðinu, eins og ólögleg morð, nauðganir, spillingu o.fl. Bandaríkjamenn eru látnir lýta út fyrir að vera vondi maðurinn í myndinni.
Leikararnir í myndinni skila allir hlutverki sínu frábærlega. Enda þurftu þeir algjörlega að lifa sig inní hlutverkin. Síðustu 2 vikurnar fyrir fyrstu tökur á myndinni lifðu þeir eins og hermenn. Þeir fóru í stranga herþjálfun, borðuðu hermannamat, fóru ekki í sturtu og þurftu að skiptast á næturvöktum. Einnig er gaman að minnast á það að marijúanað sem þeir eru að reykja í myndinni er í alvöru marijúana.
Charlie Sheen leikur Chris Taylor. Ungan nýliða sem fór í herinn af sjálfsdáðum vegna þess að honum fannst það vera skylda sín að fara í herinn. Oliver byggir karakterinn á sjálfum sér þegar hann kom til Víetnam. Charlie skilar hlutverki sínu nokkuð vel og skulum við taka tillit til að hann er á 2. leikári sínu þarna. Það er gaman að sjá hvað karakterinn hans breytist í gegnum myndina. Þegar hann er farinn að finna sig betur í stríðinu þá fer hann að skila mjög góðum leik. Bergener og Dafoe eru frábærir í hlutverkum sínum sem liðþjálfar. Berenger sem sá spillti og Dafoe sem sá góði. Dafoe stendur þó á mun hærri stalli en allir aðrir leikarar í þessari mynd, hann fer með leiksigur. Lokaatriðið hans í myndinni er ógleymanlegt.
Handritið að myndinni er mjög gott. Við þurfum ekki að hlusta á samtöl sem skila engu eða þá atriði sem meika ekkert sens. Við heyrum margar minnistæðar setningar en minnistæðust er þó sú sem kemur í lokin hjá Charlie. Lagið sem er spilað undir í lokin er algjörlega frábært og sorglegt um leið og lokar þessari mynd með gæðum.
Platoon er ein besta stríðsmynd sem hefur verið gerð. Þið fáið ekki bara að fylgjast með baráttu við óvinin eins og í flestum stríðsmyndum heldur fáum við að fylgjast með innbyrðis deilum, sem verða mjög ofbeldisfullar á tímabili. Þið skuluð ekki láta þessa fram hjá ykkur fara.
Ég ætla nú ekki að kalla þetta bestu stríðsmynd ever, en hún er ein af þeim skemmtilegri sem ég hef séð. Hún sýnir á mjög raunsæann hátt hvernig stríð í Víetnam eru. Oliver Stone er leikstjóri sem ég virði mjög mikið og er í miklu uppáhaldi hjá mér. Fullt af góðum leikurum sem koma með góða frammistöðu í myndinni, eins og Tom Berenger, Willem Dafoe(einn af mínum uppáhalds leikurum), Johnny Depp og margt fleira. Mæli með að þið sjáið hana ef þið eruð ekki búin að því.
Platoon er besta kvikmynd 1986 og næstbesta mynd Oliver Stones á eftir JFK að mínu mati. Platoon er um hann Chris Taylor, ungann mann leikinn af Charlie Sheen sem fer til Vietnam að berjast og hittir þar fullt af einkennilegum hermönnum sem verða vinir hans. Einn þeirra er Elias leikinn af Willem Dafoe en eftir eitt atvik er herflokkinum sundrað í tvo hópa, þeir sem fylgja Elias og þeir sem fylgja Barnes leikinn af Tom Berenger. Á meðan öllu þessu stendur er Chris Taylor fastur í miðjunni og segir frá þessu í skriftum sínu til ömmu sinnar. Margir leikarar sem nú erru þekktir koma fram, t.d Johnny Depp, Forest Whitaker, John C. McGinley, Keith David o.s.f. Þrátt fyrir að myndin er ekki high budget, þá nær hún að gleypa manni inn í stríðið og brjálæðið og breytingarnar sem eiga sér stað hjá fólkinu. Charlie Sheen hefur sína bestu frammistöðu í Platoon. Dafoe og Berenger voru sérstaklega góðir. Það er eitt lag í myndinni sem heitir Adagio for Strings sem var endurgert fyrir myndina eftir Samuel Barber sem er þekkt fyrir að vera eitt besta lag notað í kvikmynd. Það er fáranlega dramatískt og fáranlega gott. Kvikmyndatakan er afar hrá á pörtum en afar góð oftast. Það eru geðveik skot allsstaðar í myndinni. Í DVD er best hægt a sjá góðu skotin í widescreen útgáfu. Hljóðið og hljóðklippingin var góð, ekkert sem maður man eftir sem eitthvað einstakt en samt gott. Handritið er mjög gott, monologarnir hans Charlie Sheens voru mikilvægir og kraftmiklir. Platoon er næstbesta kvikmynd um Vietnam stríðið eftir Apocalypse Now, og það er furðulegt að Martin Sheen faðir Charlie Sheen leikur eiginlega sama hlutverkið og hefur nákvæmlega sömu monologa þar líka. Það var gert grín af þessu í Hot Shots 2 sem er einhver fyndnasti brandari sem ég hef séð í kvikmynd. Oliver Stone á mikið hrós skilið fyrir Platoon, myndin er soldið byggt á reynslu Oliver Stones í vietnam stríðinu. Það kæmi mér ekki á óvart ef Chris Taylor sé ekki byggður á Stone sjálfum. Það eru bara fjórar hreinar stjörnur. Þetta er ekki besta mynd allra tíma en er á topp 20 listanum mínum.
Alveg hreint mögnuð mynd og ein af bestu stríðsmyndum sem gerðar hafa verið. Það er úrvals leikarar sem leika í þessari mynd, m.a. Willem Dafoe, Forest Whitaker, Johnny Depp og Charlie Sheen.
Ég ætla ekkert að vera að fara mikið út í söguþráðinn, en þetta fjallar um víetnam stríðið og hversu illa það fór með marga menn.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R