U-turn er ein af bestu Ruglaðu-mig-í-hausnum myndum sem ég hef séð.Oliver Stone er í pottþéttum málum með þessa mynd,fullt af geðveikum leikurum og ágætis plott í gangi.Sean Penn er mjög góður í þessari mynd,en það sem er skemmtilegast við þessa mynd eru aukaleikararnir.Má þar nefna Joaquin Phoenix sem overprotectar kærustu sína(Claire Danes)og Jon Voight sem heimilisleysinginn.Það þarf ekkert að analysa karakterana í þessari mynd(þeir eru allir SNARGEÐVEIKIR)hvort sem það er lögreglustjórinn eða maðurinn á bílaverkstæðinu sem by the way er leikinn frábærlega af hinum magnaða Billy Bob Thornton.Ef þig langar að sjá mynd sem er í geggjaðri kantinum taktu þá þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei