Rithöfundurinn og myndasögugoðsögnin Stan Lee var heiðraður í dag, 4. janúar, þegar honum var veitt sín eigin stjarna á Frægðargötunni svokölluðu, eða Walk of Fame, í Hollywood. Lee, sem er 88 ára gamall, er maðurinn á bakvið persónur á borð við Spider-Man, Hulk, X-Men, Iron Man, Daredevil og fleiri.
„Ég er gríðarlega stoltur yfir því að fólk skuli ennþá vera að lesa sögur sem ég skrifaði fyrir mörgum árum síðan, og verið er að búa til kvikmyndir um þær! Ég gæti ekki verið ánægðari.“ sagði Lee í viðtali sem tekið var stuttu fyrir athöfnina.
Stan Lee skapaði margar af þeim ofurhetjum sem útgáfufyrirtækið Marvel er byggt upp á ásamt samstarfsmanni sínum og vini Jack Kirby.
– Bjarki Dagur