Spectre fær góða dóma: Sjáðu sjö þeirra!

Spectre, nýjasta myndin um James Bond, er væntanleg í bíó hérlendis í næstu viku. Nú þegar er búið að frumsýna hana í heimalandi njósnarans, Bretlandi, og þar hefur hún víðast hvar fengið prýðilega dóma, sem og hjá bandarískum gagnrýnendum.

bond

Hérna eru  ummæli úr nokkrum dómum en fréttin er byggð á umfjöllun NME:

The Guardian: „Hann er einn besti Bondinn og jafningi Connery. Þetta stóra, myndarlega Shrek-andlit með sætu leðurblökueyrunum hefur vaxið vel inn í hlutverkið.“ 5/5

Variety: „Önnur Bond-mynd Sam Mendes kemst aftur í gegnum læknisskoðun með glæsibrag.“

 The Playlist: „Þeir sem eru að leita að kvikmynd með öllum sígildu Bond-hráefnunum gætu fengið eitthvað við sitt hæfi. En þeir sem vonuðu að Mendes gæti gert aftur eitthvað meira úr þessum hráefnum verður fyrir sárum vonbrigðum.“ C-

Empire: „Mendes, Craig, Waltz, Fiennes og sá sem fann tökustaðinn fá allir plús í kladdann. En gætum við næst fengið að heyra eitthvað lag sem hægt er að raula með.“ 4/5

 The Daily Telegraph: „Spectre skilar sínu með því að nota gamla, góða Fleming-stílinn. Þetta eru sannkallaðir kvikmyndagaldrar.“ 5/5

Time Out London: „Niðurstaðan er sú að þrátt fyrir að myndin sé í ójafnvægi er hún skemmtileg, spennandi og heldur einnig aftur af sér. Í henni eru augnablik með sannkölluðum gamaldags glæsileika. Ef þetta er kveðjustund Craig þá gengur hann í burtu með látum.“ 3/5

The Hollywood News: „Mendes hefur tekist hið ómögulega; hann hefur jafnað árangur Skyfall með Bond-mynd sem, þrátt fyrir að hún skilji okkur ekki eftir hrist þá getum við ekki annað en verið hrærð.“ 5/5