Skrifar handrit að endurgerð Jumanji

Zack Helm hefur verið fenginn til að skrifa handritið að endurgerð ævintýramyndarinnar Jumanji.

Helm skrifaði handritið að Stranger Than Fiction og var fenginn til að endurskrifa handritið að The Secret Life of Walter Mitty, mynd Bens Stiller, sem var að hluta til tekin upp hér á landi.

Jumanji kom út árið 1995 með Robin Williams í aðalhlutverki. Hún fjallaði um tvo krakka sem fundu töfraborðspil sem leysti úr læðingi undarlegan mann (Williams) sem hafði verið fastur þar í áratugi.