Papillon fangamynd fær Malek

Mr. Robot leikarinn Rami Malek hefur tekið að sér hlutverk í endurgerð fangamyndarinnar Papillon, sem margir muna eftir, en hún var frumsýnd árið 1973 og var með Dustin Hoffman og Steve McQueen í aðalhlutverkum.

rami malek

Malek fer með sama hlutverk og Hoffman lék í fyrri myndinni, en King Arthur: Legend of the Sword leikarinn Charlie Hunnam, fer með sama hlutverk og McQueen lék í fyrri myndinnni.

Myndin segir frá manni sem er ranglega sakefelldur fyrir morð og sendur til fangelsiseyjar. Þar kynnist hann falsara, sem Malek leikur, sem hjálpar honum að flýja.

Michael Noer leikstýrir og Aaron Guzikowski skrifar handrit.

Enn er óvíst hvenær myndin kemur í bíó.

Hér fyrir neðan er stikla úr upprunalegu myndinni: