Papillon
2018
The Greatest Escape Adventure Ever Told
133 MÍNEnska
52% Critics 51
/100 Sönn saga Frakkans Henris Charrière (kallaður Papillon, eða „fiðrildið“ vegna fiðrildahúðflúrs á bringu hans) sem var árið 1931 dæmdur í ævilangt fangelsi og tíu ára þrælkunarvinnu í St-Laurent-du-Maroni-fangelsinu í nýlendu Frakka í Gíneu fyrir morð sem hann neitaði ætíð að hafa framið. Það má segja að mögnuð saga Henris Charrière kristallist... Lesa meira
Sönn saga Frakkans Henris Charrière (kallaður Papillon, eða „fiðrildið“ vegna fiðrildahúðflúrs á bringu hans) sem var árið 1931 dæmdur í ævilangt fangelsi og tíu ára þrælkunarvinnu í St-Laurent-du-Maroni-fangelsinu í nýlendu Frakka í Gíneu fyrir morð sem hann neitaði ætíð að hafa framið. Það má segja að mögnuð saga Henris Charrière kristallist í tvennu, annars vegar vináttu hans og annars fanga, Louis Dega, sem var dæmdur í fangelsi á sama tíma fyrir skjalafals og hins vegar í flóttatilraunum Henris sem var frá upphafi fangavistarinnar staðráðinn í að öðlast frelsi sitt á ný. Þær tilraunir áttu eftir að kosta hann áralanga einangrunarvist og síðan flutning til svonefndrar Djöflaeyju úti fyrir strönd Frönsku Gíneu, en frá henni átti enginn fangi að geta sloppið ...... minna