Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Papillon 1973

Fannst ekki á veitum á Íslandi

For Papillon survival was not enough .... he had to be free

150 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 72% Critics
The Movies database einkunn 58
/100

Henri "Papillon" Charierre er dæmdur í ævilangt fangelsi og fluttur til refsingar í frönsku Gíneu. Í skipi á leiðinni þá hittir hann falsarann Louis Degas. Þeir bindast böndum sem munum endast í mörg mörg ár. Aðstæðurnar í fangelsinu eru hræðilegar og Papillion þráir að flýja. Fyrsta tilraun hans mistekst og honum er refsað með einangrunarvist í tvö... Lesa meira

Henri "Papillon" Charierre er dæmdur í ævilangt fangelsi og fluttur til refsingar í frönsku Gíneu. Í skipi á leiðinni þá hittir hann falsarann Louis Degas. Þeir bindast böndum sem munum endast í mörg mörg ár. Aðstæðurnar í fangelsinu eru hræðilegar og Papillion þráir að flýja. Fyrsta tilraun hans mistekst og honum er refsað með einangrunarvist í tvö ár. Næst tekst honum aðeins betur upp og hann nær að eyða góðum tíma með Mið Ameríku Indjánum. Hann næst hinsvegar á endanum og er látinn dúsa í 5 ár í einangrun. Þegar hann sleppur út þá ákveður hann að reyna í eitt skipti í viðbót. ... minna

Aðalleikarar


Papillon er dæmdur saklaus til lífstíðarfangelsisvistar á hinni illræmdu Djöflaeyju undan strönd S-Ameríku, sem er sannkallað helvíti á jörðu, umlukið sterkum hafstraumum sem oftast nær skoluðu flóttamönnum á land aftur eða sendu út á eilífðarútsæinn. En Papillon gafst ekki upp og tókst einum manna að flýja eyjuna. Myndin líður nokkuð fyrir stórmyndabakteríuna sem herjaði á kvikmyndaiðnaðinn á þessum tímum og kom m.a. fram í afar tilkomumikilli kvikmyndatöku, háalvarlegri tónlist, langdregnum atriðum, o.s.frv. Mikilleikinn virtist aldrei nægur né lengd myndanna, en það síðastnefnda er einmitt langveikasti hlekkur ágætrar ævintýramyndar sem að flestu leyti hefur staðist tímans tönn. Steve McQueen og Dustin Hoffman fara hreint á kostum í aðalhlutverkunum. Ég gef Papillon þrjár og hálfa stjörnu og mæli eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.08.2016

Papillon fangamynd fær Malek

Mr. Robot leikarinn Rami Malek hefur tekið að sér hlutverk í endurgerð fangamyndarinnar Papillon, sem margir muna eftir, en hún var frumsýnd árið 1973 og var með Dustin Hoffman og Steve McQueen í aðalhlutverkum. Male...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn