Nýr Breaking Dawn 1 Trailer

Á dögunum skall nýr trailer á veraldarvefinn fyrir fjórðu myndina í hinni stórvinsælu Twilight seríu. Ber hún nafnið The Twilight Saga: Breaking Dawn – Part 1, og verður aðeins byggð á hálfri bók, líkt og nú er í tísku, en síðasta Harry Potter bókin og hinar væntanlegu Hobbita myndir fengu einnig þá meðferð.

Því miður hef ég ekki margt gáfulegt að segja um Twilight myndirnar, og hef ekki lesið bækurnar. Það bara virtist enginn annar ætla að skrifa þessa frétt, og ég veit að þjónusta verður hina hundtryggu aðdáendur Twilight seríunnnar. En ég hef allavega heyrt að þessi fjórða bók eigi að vera rosaleg, þar fari vampírurnar á eyðieyju þar sem þær geti glitrað að vild, svo sé hún full af virkilega meiðandi ástarlífs lýsingum og að á einhverjum tímapunkti verði framkvæmdur keisaraskurður með skögultönnum. Að lokum mun Jacob – Bella – Edward ástarþríhyrningurinn leysast upp með mjög óvæntum fjórða aðila. En ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það. Ef þú getur leiðrétt mig, endilega gerðu það í kommentunum.

Hér er trailerinn, njótið.