Ný stikla: Snow White and the Huntsman

Þá er fyrsta stiklan fyrir hina alvarlegu útgáfu af sögu Mjallhvítar loksins komin á netið. Þetta er að sjálfsögðu myndin Snow White and the Huntsman sem kemur út í júní og ekki má rugla saman við Mirror, mirror, sem kemur út í mars. Reyndar kemur betur og betur í ljós að myndirnar munu eiga fátt sameiginlegt, þessi er eins og epískt ævintýri á borð við the Lord of the Rings krossað við smá ævintýrablæ ala Tim Burton, á meðan að hin myndin verður sykursæt barnamynd. Leikstjóri Snow White and the Huntsman er Rupert Sanders, og verður þetta fyrsta mynd hans. Í aðalhlutverkum eru Kirsten Stewart (Twilight) sem Mjallhvít og Chris Hemsworth (Thor) sem veiðimaðurinn. Þó af þessari stiklu mætti dæma að Charlize Theron færi með aðalhlutverkið sem vonda drottningin:

Ég verð að viðurkenna að stíll myndarinnar heillaði mig aðeins, og þó að þetta sé náttúrulega saga sem við höfum heyrt 1000 sinnum áður (og munum hafa heyrt einu sinni enn áður en þessi mynd kemur út) gæti verið gaman að fylgjast með henni. Þó hugsa ég að maður gæti þreyst á sjónrænu tölvubrellunum hjá drottningunni ef þær verða ofnotaðar. Einnig hefur verið birt nýtt plakat fyrir myndina, og það sýnir beint innblásturinn frá Alice in Wonderland Burtons: