Ný stikla og plaköt fyrir Tinna

Aðdáendur Tinna eru smám saman að fá heildstæðari mynd af stórmyndinni The Adventures of Tintin: The Secret of the Unicorn. Nýjasta stiklan úr myndinni er komin á veraldarvefinn og má þar sjá meira af útliti Tinna auk annarra persóna sem gera Tinnabækurnar að þeirri snilld sem þær eru, svo sem Skapta og Skafta. Einnig er söguþráðurinn að skýrast (fyrir þá sem ekki þekkja bókina), en Tinni finnur vísbendingu um hvar gríðarlegan fjársjóð má finna í gömlu módeli af skipinu Einhyrningnum. Þetta setur hann hinsvegar í mikla hættu, sem og Tobba og Kolbein kaftein.

Í nýju stiklunni fara einkenni Spielbergs að láta kræla meira á sér og ekki er laust við að einkenni Peter Jackson (sem framleiðir myndina) megi einnig greina á útliti myndarinnar. Myndin er tekin með svokallaðari „performance capture“ tækni og er því leikin „live“ en teiknuð ofan á frammistöðu leikaranna til að gefa persónunum það útlit sem Hergé gaf þeim. Dæmi svo hver fyrir sig hvort þeim finnst takast vel upp eður ei.

Sjá má stikluna hér:

Þá eru komin ný plaköt fyrir myndina:

Myndin er í eftirvinnslu eins og er en útgáfa er áætluð í lok október á Íslandi. Það ætti að lífga upp á myrka haustmánuðina.