Nýjasta kvikmynd leikarans og leikstjórans Bradley Cooper, sem var framleidd af Paramount kvikmyndaverinu árið 2018, og fjallar um hinn goðsagnakennda hljómsveitarstjóra Leonard Bernstein, er á leiðinni á Netflix, án frekari afskipta Paramount.
Myndin er framleidd af leikstjóranum Martin Scorsese, og er því önnur myndin í röð úr smiðju Scorsese sem fer beint á streymisveituna, en The Irishman fór sömu leið.
Annars risi í Hollywood, Steven Spielberg, kemur einnig að framleiðslu kvikmyndarinnar, sem og Todd Philips, leikstjóri hinnar 11 földu óskarstilnefndu Joker. Samstarf Philips og Cooper heldur því áfram, en Cooper var meðal framleiðenda að Joker.
Handrit skrifar Óskarsverðlaunaði Spotlight rithöfundurinn Josh Singer.
Eins og segir í denofgeeks, þá er þessi þróun enn eittt merki um það hvernig tímarnir eru að breytast, en Cooper er á hátindi ferils síns eftir að hafa skrifað, leikstýrt og leikið aðalhlutverkið í A Star Is Born. Þó myndin hafi ekki hlotið mörg Óskarsverðlaun, þá voru tekjur hennar af sýningum alþjóðlega 430 milljónir Bandaríkjadala, og hún varð óvæntasti smellur haustmánaðanna árið 2018.
Bernstein er eitt þekktasta tónskáld og hljómsveitarstjóri 20. aldarinnar, en hann sló í gegn eftir að hann stjórnaði New York fílharmóníunni aðeins 25 ára gamall, þegar hann hljóp í skarðið fyrir annan stjórnanda.
Netflix mun sýna myndina í takmarkaðan tíma í bíó til að tryggja henni möguleika á verðlaunum á verðlaunahátíðum, rétt eins og gert var með Marriage Story og The Irishman.