Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Grudge
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég ætla bara að segja það hreint út að þetta er besta hryllingsmynd sem ég hef séð. Ég fór á The Ring í fyrra og taldi hana bestu hrollvekju sem ég hef séð, gæti ekki haft meira rangt fyrir mér. Myndin fjallar um bandaríska stúlku (leikin af Söruh Michelle Geller) sem er nemi og fylgir kærasta sínum til Tokyo og meðan á dvöl hennar þar fer hún í fyrsta skiptið ein á heimili eldri konu sem hún þarf að hjálpa og þar dregst hún inn í skrýtna atburðarás sem byggist á því að þegar einhver er drepinn í mikilli reiði þá verður reiðin eftir og safnast upp og drepur alla þá sem koma þar inn. Myndin er vel gerð, með fínum tæknibrellum og góðum bregðuatriðum. farðu á hana, hún kemur vel á óvart. Og ef þú fórst á The Ring og varst að deyja úr hræðslu þá skaltu kannski sleppa því að fara á þessa, fólk hefur betra við tímann að gera en að bera lík þitt út. Góða skemmtun!!!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Demon Knight
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er soldið síðan ég sá þessa mynd síðast og það tók mig soldin tíma að bíða eftir henni, en biðin var þess virði. Aðdáendur the crypt keeper verða ekki fyrir vonbrigðum með þessa eins og allar hinar.

Hún fjallar um mann að nafni Brayker með dularfulla fortíð (sem leikin er af William Sadler) sem er á flótta undan djöfli einum sem ber einungis nafnið safnarinn (leikinn af Billy Zane) og lokauppgjörið fer fram í gamalli kirkju sem er nú hótel og það eina sem allir þurfa að hafa hugann við er að endast nóttina en það reynist erfiðara en maður heldur.

Ef þú hefur gaman af hrollvekjum þá er þetta mynd fyrir þig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jaws
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er stórmyndin sem kom Steven Spielberg á kortið og hún er mjög góð. Fyrst þegar ég sá hana var ég of ungur til að sjá virkilega gory atriðin og hélt fyrir augun, en nú eldri og búin að sjá hana alla mæli ég með að allir sem kunna að synda eða hafa farið oní vatn eða sjó farið á hana. Gætið ykkar samt í sjónum eftir á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jaws 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fín mynd. Ekki eins góð og sú fyrri en ágæt afþreying. Ef þér fannst gaman af þeirri fyrri þá finnst þér þessi einnig skemmtileg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
I, Robot
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hafði heyrt frá vini mínum að hún væri ekki það góð svo að þegar ég fór á hana var ég ekki með miklar væntingar. Myndin var tvímælalaust betri en ég bjóst við og mæli með að fólk fari á hana í bíói. Fyrir aðdáendur góðra mynda þá er þetta myndin til að fara á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Big Fish
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var ekkert rosa spenntur fyrir þessari mynd þegar ég fór á hana en þegar hún var búin var ég bara mjög ánægður fyrir að hafa farið. Þetta er mynd fyrir Tim Burton aðdáendur og þá sem kunna að meta góðar myndir.

Myndin fjallar um mann sem er að deyja úr elli og er ekki búinn að tala við son sinn síðan á brúðkaupsdegi hans. Faðirinn er ekki alveg í tengslum við raunveruleikann og ýkir soldið þegar hann segir syni sínum frá ævi sinni. Það er mjög skemmtilegt að fylgjast hvernig ævi hans vindur upp á sig og svo er manni komið á óvart með því að kannski var maðurinn ekki að ýkja svo mikið. Það er þitt að komast að því og ég vona að þú skemmtir þér vel.

Ef þú ert að velta þér upp úr nafni myndarinnar þá skýrist það í enda hennar.

Góðir leikarar, tónlist, handrit og leikstjóri gera þetta að mynd sem þú verður bara að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Darkness Falls
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sjálfum finnst mér Darkness Falls mjög skemmtileg og spenna frá upphafi til enda. Emma Caulfield (Anya, úr Buffy the vampire slayer) leikur í henni konu sem þegar hún var ung var hún með strák sem varð geðveikur þegar mamma hans var drepin af vofu matildu. Þegar hún er eldri er bróðir hennar einnig ofsóttur af vofu hennar og það er orðið svo að hann sefur varla án þess að hafa ljós kveikt og þegar hann sefur, er það ekki lengi. Hún biður þá strákinn sem missti mömmu sína, man ekki nafnið, að koma og þegar hann gerir það all hell breaks lose, og þau eiga fótum sínum fjör að launa og þurfa aðeins að muna eitt stay in the light.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hún er mjög óhugnaleg og ég verð að segja að á augnablikum lokaði ég augunum yfir atriðum sem voru að koma. Ég fór á þessa mynd tvisvar og verð að segja að það breytir engu þó maður hafi séð hana áður, hún er jafn óhugnaleg. Svo verð ég að segja að mér finnst frummyndin, Ringu, ekki eins góð eða óhugnaleg. ég bíð spenntur eftir að hún kemur á DVD og hvet fólk sem hefur ekki séð hana að gera svo, en gera svo í myrkri og ekki í margra manna hóp.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Chamber of Secrets
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér finnst myndin mjög góð og hvet fólk til að taka hana á leigu. Svo verð ég að segja að mér finnst það fáránlegt að búið sé að þýða hana og segi hér og nú að betri er hún og skemmtilegri á ensku. Líka, takið myndina á DVD því aukaefnið er virkilega skemmtilegt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei