Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Fahrenheit 9/11
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Nokkuð fyndin og skemmtileg mynd, en eins og í fyrri mynd sinni, Bowling for Columbine, er frekar um svæsna áróðursmynd heldur en trúanlega heimildamynd.


Moore veltir fram nokkrum spurningum og setur fram nokkrar kenningar sem eru nokkuð alvarlegar en veitir fá svör og hefur fátt til að sanna tilgátur sínar. Hann sýnir mörg skemmtileg og fyndin myndbrot af Bush og ráðamönnum BNA en sýnir þau öll úr samhengi svo menn þessir líta út eins of fífl. Reyndar einkennir persónulegt hatur Moore á Bush þessa mynd frekar en nokkuð annað, eitthvað sem verulega skemmir trúverðugleika Moore enn frekar.


Þrátt fyrir þá hlutdrægu sýn á BNA sem kemur fram í myndinni þá er myndin hin ágæstasta skemmtun, Moore er mikill húmoristi og er það líklega besta skýringin á vinsældum hans. Myndin setur einnig fram skemmtilegar samsæriskenningar, sem að mínu mati eru nógu alvarlegar til að rannsaka frekar, en eru eftir sem áður aðeins samsæriskenningar. Moore hefur oft verið borinn saman við Leni Riefensthal og það með réttu, því áhrif mynda þeirra eru þau sömu þótt aðferðirnar séu örlítið frábrugnar.


Þessi mynd er því ágætasta skemmtun, þótt trúverðugleika skorti. Ég mæli með því að sem flestir fari á þessa mynd enn varist að taka hana alvarlega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Troy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ömurleg mynd í alla staði. Get ekki mælt með henni fyrir nokkurn mann. Þessi mynd á ekkert sameiginlegt með Ilionskviðu annað en nöfn fárra manna og staða.


Leikararnir standa sig flestir illa, Peter O'Tool skástur, enda greinilega illa valið í hvert hlutverk. Wolfgang Petersen og þeir sem gerðu þessa mynd eiga ekki skilið að koma nálægt kvikmyndagerð í framtíðinni og ættu að biðjast afsökunnar á þessu verki.


Ilionskviða er gríðarlega skemmtilegt verk og spennandi að lesa. Þessi mynd er algjört frat. Mjög ósennilegt að einhver sem kom nærri þessari mynd hafi lesið þetta verk, t.d. deyja menn í myndinni sem eiga ekki að deyja nærri Tróju og hvar eru guðirnir sem eru í raun í stærra hlutverki en nokkur annar í sögunni sjálfri. Reyndar er einnig ósennilegt að þeir hafi nokkurn tíman séð landakort á ævinni, Sparta er 30km inn í landi og því engin höfn í Spörtu eins og í myndinni, Trója er 7km inn í landi og því ekki nærri eins nálægt sjónum og í myndinni. Svo má einnig bæta því við að Trójustríðin stóðu yfir í 10 ár, ekki í 15 daga eins og myndin vill meina. Reyndar gæti maður talið upp milljón staðreynda villur í þessari mynd. Ég mæli því eindregið með að fólk lesi Ilionskviðu sem er stórskemmtilegt verk.


Haldið ykkur frá þessari mynd, hún er vitlaus, illa leikstýrt, illa leikinn og elur af sér fáfræði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Road to Perdition
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög skemmtileg mynd sem ég mæli eindregið með. Frábær leikur, Tom Hanks góður sem endra og ekki er Newman neitt síðri. Að mínu mati stal samt Jude Law senuni. Hann er ekki í neinu stórhlutverki en leikur samt einstaklega vel.


Handritið að myndinni er greinilega mjög vel skrifað, plottið er skemmtilegt en einnig einfalt. Það er vel greinilegt að leikstjórinn veit hvað hann er að gera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lawrence of Arabia
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stórkostleg mynd. Óþarft að segja meira um hana. Ein ráðlegging, horfið á hana í Widescreen.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The 51st State
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá þessa mynd á óvissusýningu í Laugarásbíói síðustu helgi. Þetta er alveg frábær mynd. Ég vissi ekkert um hana áður og væri ekki vís til að hafa farið að sjá hana hefði þetta ekki verið óvissusýning. Myndin kom þvílíkt á óvart. Ef ykkur langar í bíó faarið og sjáið þessa!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei