Þá er sýningin búin og eins og má sjá var a.m.k. einn okkar sem vakti yfir henni.
The Aviator sat uppi á endanum með 5 stykki verðlaun, Million Dollar Baby með 4 og Sideways með rétt svo 1. Annars er hér listinn yfir því helsta sem vann (ath. hér eru ekki minniháttarflokkar dregnir fram, þ.e.a.s. stuttmyndir, stuttar heimildarmyndir o.þ.h).
Besta mynd: Million Dollar Baby
(glæsilegt!)
Besti leikstjóri: Clint Eastwood (Million Dollar Baby)
(ekki það að ég sé á móti sigur Clints, en hefur akademían EITTHVAÐ á móti Scorsese?) Besti leikari í aðalhlutverki: Jamie Foxx (Ray)
(gerist varla fyrirsjáanlegra en þetta)
Besta leikkona í aðalhlutverki: Hilary Swank (Million Dollar Baby)
(þetta er í annað sinn þar sem þessi kona trompar Annette Bening í þessum sama flokki. Pottþétt merki um hágæði)
Besti leikari í aukahlutverki: Morgan Freeman (Million Dollar Baby)
(Verðskuldað! löngu kominn tími á Frímanninn)
Besta leikkona í aukahlutverki: Cate Blanchett (The Aviator)
(Blanchett var brilliant, en kannski þeir hefðu átt að veita Portman eitthvað, ef ekki þá bara fyrir einkadansinn…)
Besta erlenda mynd: The Sea Inside
Besta teiknimynd: The Incredibles
(Ég stórefa að margir höfðu veðjað á fiskanna eða tröllið. Þessi var gulltryggður!)
Heimildarmynd: Born into Brothels
(akademían er líklega ekki hrifin af McDonald’s)
Handrit – frumsamið: Eternal Sunshine of the Spotless Mind
(furðufuglinn fékk loksins það sem hann átti að vera löngu búinn að fá!)
Handrit – byggt á öðru efni: Sideways
(þessu má skála fyrir)
Kvikmyndataka: The Aviator
Klipping: The Aviator
Listræn stjórn: The Aviator
Tæknibrellur: Spider-Man 2
(ég veit ekki með brellumenn I, Robot, en Harry Potter syrpan fær örugglega fleiri tækifæri til að vinna þetta)
Förðun: Lemony Snicket’s A Series of Unfortunate Events
(merkilegt að orðið ‘Unfortunate’ eigi sér enga merkingu utan myndarinnar)
Búningar: The Aviator
Tónlist: Finding Neverland
Lag: The Motorcycle Diaries
Hljóðblöndun: Ray
Hljóðklipping: The Incredibles

