Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Sideways 2004

Frumsýnd: 21. janúar 2005

In search of wine. In search of women. In search of themselves.

126 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 97% Critics
The Movies database einkunn 94
/100

Miles er misheppnaður rithöfundur sem lifir frekar óspennandi lífi í San Diego, þar sem hann er enskukennari. Ferill hans er á niðurleið og útgáfa bókar sem hann skrifaði er nú háð duttlungum útgefanda hans. Miles er óánægður með sjálfan sig og það sem hann hefur ekki náð að áorka í lífinu. Jack er sjónvarpsleikari sem sumir kannast við þegar þeir... Lesa meira

Miles er misheppnaður rithöfundur sem lifir frekar óspennandi lífi í San Diego, þar sem hann er enskukennari. Ferill hans er á niðurleið og útgáfa bókar sem hann skrifaði er nú háð duttlungum útgefanda hans. Miles er óánægður með sjálfan sig og það sem hann hefur ekki náð að áorka í lífinu. Jack er sjónvarpsleikari sem sumir kannast við þegar þeir hitta hann, en þó ekki margir, svona leikari sem er frekar lítt þekktur en kynnist velgengni um skamman tíma. Þessir tveir bestu vinir fara í ferð í gegnum vínhéruð Kaliforníuríkis. Miles vill gefa Jack gott veganesti áður en hann giftir sig, en Jack vill einfaldlega ná einhverri konu í bólið, áður en hann giftir sig. Báðir eru þeir að nálgast miðjan aldur, og kanna vínhéruðin á sama tíma og þeir leita að sjálfum sér. ... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd, verð ég að viðurkenna, var ein af bestu myndum sem að komu út árið 2004. Leikstjórinn Alexander Payne er pottþétt með þeim betri leikstjórum sem að er þarna úti í Hollywood, þó að myndir hans eru ekki í þessum týpíska Hollywood stíl. Fjallar um tvo félaga sem ákveða að fara í vínleiðangur í kringum heiminn og skemmta sér sem mest og þeir geta, því einn þeirra er að fara að giftast. Paul Giamatti er leikari sem að er oftast í aukahlutverkum í bíómyndum. En hér fær hann loksins að sýna hversu öflugur leikari hann er. Einnig er Thomas Hayden Church með alveg snilldar frammistöðu sem félagi hans. Handritið er algjört meistaraverk, enda fékk myndin Óskarinn fyrir handritið. Kvikmyndataka er einnig góð, sagan er mjög vel sögð, leikstjórn Alexanders í topp klassa og skemmtanagildið alveg perfect. Pottþétt 4 stjörnur hér og besta mynd Alexander Paynes.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sideways er bara svona venjuleg mynd, þá er ég að meina að gerist ekkert rosalegt og spennandi eða eitthvað þannig. Maður veit ekki undir hvaða flokk maður á að flokka þessa mynd, hún er náttúrulega grínmynd en ekki svona ekta grínmynd sem kemur brandari á hverjari einustu mínútu. Heldur koma bara nokkrir brandarar, það fyndnasta í myndini að mínu mati var þegar Miles tók upp risastóra skál af víni sem fólk var búið að skirpa út úr sér því hann var á vínsmökkunar stað. Hann tók þessa skál og hellti því yfir sig og drakk líka úr henni. Það mætti heldur ekki kalla þessa mynd Drama þótt að það séu nokkur Drama atriði æi henni. Ég myndi kalla þessa mynd svona Grín-Drama þótt að það blandast ekki vel saman, alla veganna virkar þessi blanda mjög vel í þessari mynd. Þessi mynd fjallar um tvo menn sem fara í viku frí til Kaliforníu á víngerðarstaðina. Ástæðan fyrir því að þeir eru að fara í þessa ferð er sú að hann Jack(Thomas Haden Church) er að fara gifta sig eftir viku eða á laugardegi. Þannig að Jack og Miles(Paul Giamatti) fara í frí í viku til þess að Jack gæti notið síðustu viku frelsisins. Þeir hitta tvær manneskjur á leiðinni ein að þeim er hún Maya(Virginia Madsen) sem er barþjónn og veit mjög mikið um vín eins og hann Miles. Hin er Stephanie austurlenska konan sem veit ekkert um vín og vil lifa lífinu á villtu hliðinni. Persónuleikar Jack's og hjá honum Miles eru mjög ólíkir, Miles er hálfþunglyndur maður sem er með misheppnaðan rithöfundarferil, og hann veit mjög mikið um vín. Jack er allt öðruvísi hann er misheppnaður leikari sem vill lifa lífinu á villtu hliðinni. Sideways vann tvö Golden Globe verðlaun fyrir besta mynd grínmynd eða tónlistarmynd og fyrir besta handrit og svo vann myndin líka Óskarinn fyrir besta handrit. Aðalhlutverk: Paul Giamatti(Saving Private Ryan), Thomas Haden Church(3000 Miles To Graceland) og Virginia Madsen(The Rainmaker), ég gef þessari mynd þrjár og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

: Leikstýrð af Alexander Payne sem sló í gegn með myndina About Schmidt sem mér fannst mjög góð. En þessi mynd er töluvert betri, eða mér finnst það allavega. Hún er bikt á skáldsögu eftir Rex Pickett en Alexander gerði líka screenplayið. Myndin er lauslega um tvo vini sem fara í vikuferðalag saman áður en annar þeirra gengur í það heilaga. Einn vinurinn langar bara að fara að smakka vín og borða góðan mat, en hinn vinurinn hefur nú önnur plön. Þetta er alveg bráðskemmtileg mynd. Hún er frekar ný og gaman að segja frá því að hún er tilnefnd til óskarsverlauna þetta árið. Ættu nú flestir að vita það.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var dreginn á þessa mynd í gærkvöldi af tveimur félögum mínum, og ég vissi ekkert um myndina(og vil ég nú frekar að það sé þannig þegar maður fer í bíó), ekki um leikara né handrit. Ég gef myndinni þrjár og hálfa stjörnu af fjórum, aðallega vegna þess hve óskaplega venjuleg myndin er. Það sem sló mig fyrst(einmitt það sem Tómas sagði), er að handrit og leikstjórn myndarinnar eru mjög frábrugðin öðrum myndum. Atburðir í myndinni eru mjög venjulegir, allt sem gerist er mjög raunhæft og eru það hlutir sem gætu gerst fyrir hvern sem er. Mér fannst húmorinn í myndinni einnig mjög góður. Myndin minnti mig svolítið á Eternal sunshine of the spotless mind(varðandi hvað hún var róleg og screenplay), og einnig svolítið á American Beauty í endann(með tónlistina). Ég hefði geta horft á alla myndina með miklum áhuga, þó hún hefði verið klukkutími í viðbót, einfaldlega vegna þess hve þetta var góð afþreying. Ég veit að þessi mynd kemst í topp 20 hjá mér, og þeir sem fannst About Schmidt góð ættu pottþétt að sjá þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bragðgóð perla - Yndislegt handrit
Sideways er ein af þessum virkilega góðu litlu myndum sem nær svo vel til manns einfaldlega vegna þess að frammistöðurnar eru svo ógleymanlegar. Alexander Payne er mjög sérstakur leikstjóri sem gerir ekkert samkvæmt hefðinni. Hann gefur skít í formúlur, amerískar klisjur og lætur myndir sínar bara renna á þeim hraða sem þarf til að persónurnar fái nægan tíma til að þróast. Hann gerði mjög góða hluti með Election og sýndi einnig mikinn þroska með About Schmidt, en hér gerir hann vafalaust sína bestu kvikmynd til þessa. Hann heldur þétt um taumanna og býr til alveg einstaklega heillandi og um leið mannlega sögu sem blandar þétt saman drama og gríni.

Handritið er brilliant, allt frá vönduðum samtölum til húmors og persónusköpunar. Það sem gerir líka Sideways svo góða til áhorfs er hversu raunsæ hún er, og leikararnir eru með ólíkindum. Paul Giamatti á óneitanlegan leiksigur sem hinn niðurdregni Miles, sem er kominn á miðjan aldur, fráskilinn, einmana og með lítið sjálfsálit og misheppnaðan rithöfundarferil. Persóna hans er mjög flókin, en auðskiljanleg og einhvern veginn fyllist maður samúð með þessum manni því vandamál hans eru eitthvað sem hver og einn getur kannast við. Thomas Hayden Church er einkum góður sem besti vinur hans, Jack, vonlaus leikari sem kýs að lifa lífi sínu á villtari hátt. Virginia Madsen kemur líka stórskemmtilega á óvart sem þjónustustúlka sem deilir sama áhuga fyrir víni og Miles.

Þessar persónur eru rosalega vel meðhöndlaðar og sambönd þeirra vel þróuð. Húmorinn í myndinni er einnig góður, líka ófyrirsjáanlegur og aldrei neitt þvingaður. Hann verður bara til úr augnablikinu við hinar eðlilegustu aðstæður og það gerir hann einmitt svo vel heppnaðan. Sideways er í stuttu máli einhver besta mynd sem ég hef séð frá árinu 2004, og ein af fáum alvöru gæðamyndum sem tilheyrir því ári. Skylduáhorf fyrir bíófólk, ekki spurning!

9/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn