Náðu í appið
Bönnuð innan 14 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Million Dollar Baby 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 4. febrúar 2005

Beyond his silence, there is a past. Beyond her dreams, there is a feeling. Beyond hope, there is a memory. Beyond their journey, there is a love.

132 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 86
/100
Vann fern Óskarsverðlaun. Besta mynd ársins, Morgan Freeman besti meðleikari, Hilary Swank besta leikkona og Eastwood besti leikstjóri. Swank og Eastwood unnu líka Golden Globe verðlaunin.

Hin efnilega hnefaleikakona Maggie Fitzgerald vill læra hjá þeim besta, og vill fá Frankie Dunn til að þjálfa sig. Hann hafnar henni hinsvegar, og segist engan áhuga hafa á að þjálfa konu. Frankie lifir einmanalegu lífi, dóttir hans talar ekki við hann og hann á fáa vini. Hún er hörkutól, og bítur frá sér í hringnum, og Dunn slær til að lokum. Maggie sannar... Lesa meira

Hin efnilega hnefaleikakona Maggie Fitzgerald vill læra hjá þeim besta, og vill fá Frankie Dunn til að þjálfa sig. Hann hafnar henni hinsvegar, og segist engan áhuga hafa á að þjálfa konu. Frankie lifir einmanalegu lífi, dóttir hans talar ekki við hann og hann á fáa vini. Hún er hörkutól, og bítur frá sér í hringnum, og Dunn slær til að lokum. Maggie sannar ekki einungis að hún er boxarinn sem hann hefur alltaf dreymt um að þjálfa, heldur einnig vinur sem fyllir upp í tómið í lífi hans. Ferill Maggie tekur stökk, en slys í hringnum verður til þess að hún þarf að biðja Frankie um einn loka greiða. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Mikil vonbrigði.
Eftir að hafa fengið 4 óskarsverðlaun og mikið lof gagnrýnenda, þá fór ég loks og tók þess mynd á leigu og hafði ég því miklar væntingar, en ég get ekki annað en sagt, mikil vonbrigði.
Fyrripartur myndarinnar var fínn en seinniparturinn var MJÖG langdregin og leiðinlegur.
Það sem lyftir þessari mynd samt upp og gerir hana ágæta í stað þess að vera leiðinleg, er leikurinn hjá Hilary Swank og svo Morgan Freeman.
Þau tvö voru virkilega góð og áttu óskarsverðlaunin algerlega skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Leikstjórn: Clint Eastwood


Handrit: Paul Haggis (screenplay)


Saga eftir F.X. Toole.


Myndin er lauslega um gamlan boxþjálfara Frankie Dunn (Clint Eastwood ) sem á lilta æfingarmiðstöð ætluðum boxurum. Þar dúsa allavega fólk, sem eiga þann draum að vera hinir bestu boxarar.


Svo er það vinur hans, Eddie sem er leikin af snillingnum Morgan freeman, sem dúsir þarna með honum. Skúrar gólf, og gefur gáfulegar leiðbeiningar og svör. Svona eins og er oft í bíómyndum, kemur með svona góðan málshátt inn á milli.


Svo einn daginn labbar ung stúlka (Hilary Swank )inn í salin, og vill að Frankie kennir sér box. Og þá byrjar sko myndinn að rúlla.


Vill nú ekki fjalla allt of mikið um myndina, vill alls ekki eiðileggja fyrir neinum.


Myndin fannst mér mjög góð, frábærlega leikin af Hilary Swank og bara öllum.

En ég er bara búinn að sjá það núna að Hilary swank er bara með þeim bestu leikonum í Holliwod í dag. Komin á alveg sama skala og Nicole Kidman og Julia Roberts, þó svo að ég hef alltaf hatað Juliu Roberts, en hún er virt í bransanum og á víst að vera mjög góð.


Og svo að manninum á bak við myndina, sjálfum Clint Eastwood. Hann leikstýrir myndinni snildarlega. Svolítið lík myndataka og á Mystic River. Frekar hæg myndataka, ekki á mikilli hreifingu.


Eina sem fór í mig er hversu gamall Clint Eastwood er orðinn, þó svo að hann er en sprækur sem lækur þá fynnst mér kanski að hann ætti að hætta bara að leika og snúa sér engöngu að því að leikstýra. En það er nú bara mitt álit.


Þessi mynd er á dramantísk, þó anskoti fyndinn svona á köflum. Mjög sterkt samband á milli Frankie og stúlkunar, það sér maður alveg strax.


En allavega, mér fannst myndin helvíti góð , Þessi mynd kom mjög skemmtilega á óvart, ég hélt að hún væri ekki svona góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég ákvað að skella mér á Million Dollar Baby áður en hún hætti í bíó, og svo var ég líka með tvo frímiða á hvaða mynd sem er í háskólabíó og í öllum sambíóonum. Ég nota örugglega hinn frímiðann á kvikmyndahátíðinni. Million Dollar Baby vann fjögur Óskarverðlaun þar á meðal fyrir besti leikstjóri(það er nú ekki skrítið því að hann Clint Eastwood er einn að bestu leikstjórunum í dag), besta leikkona(Hilary Swank er með mjög mikla hæfileika sem leikkona), besti leikari í aukahlutverki(Morgan Freeman fær loksins Óskarinn fyrir leik sinn því að hann hefði átt að fá Óskarinn fyrir The Shawshank Redemption) og svo vann hún fyrir bestu mynd(Það var nú ekki skrítið því að þessi mynd var betri en The Aviator og það var ekki skrítið þótt að The Aviator vann ekki og þótt að Martin Scorsese hafi aldrei unnið Óskarinn fyrir bestu mynd þá átti Million Dollar Baby skilið að vinna Óskarinn fyrir bestu mynd). Þetta er að mínu mati besta mynd sem hann Clint Eastwood hefur leikstýrt, hann er alltaf góður eiginlega, þótt að hann hafi haft slakt tímabil á milli Unforgiven og Mystic River, þar má nefna myndir eins og Blood Work og Space Cowboys. Það skemtilega við hann Morgan Freeman er það að hann er svo oft sögumaður í myndunum sem hann leikur í, hann var oft að segja frá í The Shawshank Redemption og líka í þessari mynd. Mér fannst hann leika betur í þessari mynd heldur en í The Shawshank Redemption þótt að það sé mjótt á munum. Endirinn í þessari mynd er mjög kröftugur og mjög flottur endirinn í þessari mynd. Handritið er algjör snilld og skrítið að hún fékk ekki Óskarinn fyrir handritið(ég man ekki alveg hvorthún var tilnefnd fyrir besta handritið) þótt að Eternal Sunshine Of The Spotless Mind var nú góð og hann Charlie Kaufman sjálfur að skrifa handritið. Morgan Freeman leikur mjög vel sem Eddie Scrap-Iron Dupris, og Clint er jafngóður leikari og leikstjóri og lék mjög vel sem Frankie Dunn. Myndin fjallar um konu sem heitir Maggie Fitzgerald(Hilary Swank) og hún vinnur á kaffihúsið sem þjónustukona. Hún spyr einn boxþjálfara, Frankie Dunn(Clint Eastwood) hvort hann vilji þjálfa sig, hann neitar því. Svo eftir nokkra daga segist hann vilja þjálfa hana því að vinur hans Eddie Scrap-Iron Dupris(Morgan Freeman) fékk hann til þess að gera það. Svo verður hún Maggie alltaf betri og betri og vinnur alltaf fleiri og fleiri bardaga. Ég ætla ekki að segja neitt meira um myndina núna, svo er svoldið ótrúlegt að þótt að þessi mynd er drama alla myndina er hún svoldið fyndin á köflum meira segja. Aðalhlutverk eru: Hilary Swank(Insomnia), Clint Eastwood(The Good, The Bad And The Ugly) og Morgan Freeman(The Shawshank Redemption), ég þessari snildar mynd fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær mynd eins og víða hefur komið fram. Hillary Swank hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og auk frábærrar frammistöðu hennar eru Eastwood og Freeman snillingar í að leika þrjósk gamalmenni. Gamli karlinn veit sko alveg hvað hann er að gera. Það sem hreif mig hvað mest við þessa vel gerðu mynd, var hversu stórkostlegan húmor hún hafði að geyma, hann jók skemmtanagildi hennar svo um munaði. Persónusköpunin er einnig algjör snilld, allar persónur eru alveg úthugsaðar og sjálfri sér samkvæmar í gegnum myndina. Ég hef nú aldrei fylgst að ráði með hnefaleikum, en ef eitthvað gæti ýtt undir þann áhuga þá er það svona mynd, þrátt fyrir að hún sýni íþróttina líklega í réttu ljósi, með öllum þeim kostum og göllum sem fylgja. Million dollar baby á allt það hrós sem hún fær vel skilið, þótt hún sé ekki í hópi minna uppáhalds mynda. Þetta er mynd sem flestir gætu haft gaman að, auk þess sem hún færir manni góða lífsspeki, t.d. um mikilvægi þess að láta gott af sér leiða.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Million Dollar Baby er meistarstykki Clint Eastwood. Myndin fjallar um gamall boxþjálfari (Eastwood) tekur að sér að þjálfa þrítuga konu (Hilary Swank), þvert ofan í eigin vilja, eftir áeggjan vinar síns og samstarfsmanns (Morgan Freeman). Geysi sterkt handrit lætur þessa sögu ganga eins og smurð vél og er það einkum snild Clint Eastwood að þakka. Hann sýnir hér og sannar í eitt skiptið fyrir öll að hann er einn besti leikstjóri í heiminum í dag og ef fólk sanfærðist ekki eftir að hafa séð Unforgiven og Mystic River þá sanfærast þau við að sjá þessa. Eastwood leikstýrir myndinni með styrkri hendi og hlaut hann verðskulduð óskarsverlaun fyrir leikstjórn sína. Leikurinn í myndini er frábær og fer Eastwood fyrir hópi gæðaleikara. Ber þar fyrst að nefna Hilary Swank sem er mögnuð sem boxarinn og þjónustustúlkan Maggie Fitzgerald. Hlaut Swank sín önnur óskarsverðlaun fyrir framistöðu sína í myndinni og þar sem hún er aðeins 30 ára gömul þá eigum við án efa eftir að sjá hana meira í náinni framtíð. Annar leikari sem fær að blómstra í þessari mynd er Morgan Freeman. Í rauninni sýnir hann aldrei slakan leik en í Million Dollar Baby sýnir hann eina bestu framistöðu sýna á ferlinum og hlaut hann sýn fyrstu óskarsverðlaun á ferlinum fyrir hlutver sitt. Síðast en ekki síst er það svo gamli refurinn Clint Eastwood sem sínir að hann er alveg jafn góður leikari og hann er leikstjóri og var hann tilnefndur til óskarsverðlaunana fyrir leik sinn í myndinni. Útlit myndarinar er mjög flott og tekst Eastwood mjög vel upp við það að færa upp á hvít tjaldið líf fólksins í úthverfum í borgum Bandaríkjana. Million Dollar Baby var sigurvegari nýafstaðinar óskarsverðlaunahátíðar og hreppt hún fjögur verðlaun, fyrir bestu mynd ársins, besti leikstjóri (Clint Eastwood), besta leikona í aðalhlutverki (Hilary Swank) og fyrir besta leikara í aukahlutverki (Morgan Freeman). Hér er á ferðini einn af bestu myndum síðari ára og er hún besta boxmynd sem komið hefur út síðan Raging Bull kom út. Sem sagt, hér er á ferðinnimynd sem er skyldu áhorf fyrir alla sem hafa gaman af góðum kvikmyndum. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.08.2019

Frumsýningu The Hunt frestað vegna skotárása

Bandaríski kvikmyndarisinn Universal Pictures hefur ákveðið að frumsýna ekki hrollvekjuna og spennutryllinn The Hunt nú í september eins og til stóð. Áður hafði kvikmyndaverið stöðvað allar auglýsingar fyrir myndina í kjöl...

08.10.2018

Cooper yrði níundi Óskarstilnefndi fyrir bæði leik og leikstjórn

Bradley Cooper er líklega í sjöunda himni þessa dagana útaf góðum viðtökum sem nýjasta kvikmynd hans A Star is Born er að fá, en myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrr í haust, og fékk þar glimr...

20.10.2017

Mannkynið horfið og mamma fyllir Jörðina á ný

Million Dollar Baby og Boys Don´t Cry leikkonan Hilary Swank hefur gengið til liðs við Clara Ruggard í vísindatryllinum I Am Mother. Í kvikmyndinni leikur Ruggard fulltrúa fyrstu kynslóðar nýrra manna sem aldir eru upp a...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn