Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununarÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Aviator 2004

Frumsýnd: 28. janúar 2005

For some men, the sky was the limit. For him, it was just the beginning.

170 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 87% Critics
The Movies database einkunn 77
/100
Vann fimm Óskarsverðlaun. Cate Blanchett fyrir besta meðleik, en einnig vann myndin fyrir klippingu, kvikmyndatökur, listræna stjórnun og búninga.

Howard Hughes missti foreldra sína einungis 18 ára gamall og erfði fúlgur að þeim látnum. Hann hafði stóra drauma um sjálfan sig og fór m.a. í kvikmyndabransann ásamt því að slá fjölmörg hraðamet í flugi. Hann stofnaði svo flugfélagið sitt, sem átti í mikilli samkeppni við Pan Am flugfélagið og Hughes flugverksmiðjurnar sem ætlað var að framleiða... Lesa meira

Howard Hughes missti foreldra sína einungis 18 ára gamall og erfði fúlgur að þeim látnum. Hann hafði stóra drauma um sjálfan sig og fór m.a. í kvikmyndabransann ásamt því að slá fjölmörg hraðamet í flugi. Hann stofnaði svo flugfélagið sitt, sem átti í mikilli samkeppni við Pan Am flugfélagið og Hughes flugverksmiðjurnar sem ætlað var að framleiða stríðsflugvélar fyrir bandarísk stjórnvöld í seinni heimsstyrjöld. En Hughes þurfti jafnframt að glíma við erfiðan geðsjúkdóm sem gerði lífróður hans erfiðari.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Andskoti góð mynd, Leonardo diCaprio er helvíti góður sem Howard Hughes. En Cate Blanchet er fullkomin Katherine Hepburn. Martin Scorsese hefur gert aðra frábæra mynd, The Aviator er rosaleg mynd um sögu Hughes. Myndataka Robert Richardsons er stórglæsileg, hver einasta mynd sem hann vinnur í hefur rosalega myndatöku, hann vann óskarinn og átti það vel skilið. Aviator er mjög vel heppnuð að mínu mati, hún er ekki langdregin, hún er vel leikstýrð og hefur nánast allt sem gerir myndir góðar. Hún á skilið þrjár og hálfa stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég vill byrja þessa umfjöllun með því að lísa því yfir að ég er ekki Martin Scorsese aðdáandi, í raun hef ég bara séð eina myndi eftir hann (fyrir utan The Aviator) og það er Gangs of New York. Ég ætla nú að bæta úr þessu og sjá fleiri myndir eftir karllinn. The Aviato fjallar um líf kaupsýslumannin Howard Hughes á árunum í kringum 1930-1947 þegar hann framleidi kvikmyndir og var frumkvöðull í flugvélagerð. Einig er fjallað um geðveiki hans, ástarsambönd hans við margar af frægustu kvikmyndastjörnum þess tíma og deilur hans við þingmaninn Ralph Owen Brewster. Myndin er í alla staði mjög vel gerð og tekst Scorsese mjög vel upp með það að skapa andrúms loftið sem ríkti á þessum tíma. Leikurinn í myndinni er í einu orði stórkostlegur og leiðir þar Leonardo DiCaprio hóp fríðra leikara. Áður en ég sá þessa mynd þá fannst mér Leonardo DiCaprio vera mjög misjafn leikari en hér er hann FRÁBÆR. Hann túlkar Howard Hughes af slíkri innlifun að manni bregður. Tekst honum sérstaklega vel til þegar kemur að þættinum um geðveiki Hughes. DiCaprio hefur verið hlaðin lofi fyrir framistoðu sína og var han m.a. tilnefndur til óskarsverðlaunana fyrir leik sinn. Aðrir leikarar standa sig mjög vel og eru það þá sérstaklega þau Alan Alda og Cate Blanchett sem stela senunni. Alan Alda leikur hinn gjörspilta Ralph Owen Brewster á mjög skemtilegan hátt og hlaut hann óksarsverðlauna tilnefningu fyrir hlutverkið. Cate Blanchett gerði þó gott betur og hirti hún óskarsverðlaunin fyrir leik í aukahlutverki kvenna. Blanchett sýnir stórleik sem goðsögnin Katharine Hepburn og er hún vel að verðlaununum kominn. The Aviator hefur verið hlaðinn lofi gagrýnenda og hefur hún sópað til sýn verðlaunum. Hún vann meðal annars á nýafstaðinni óskarsverðlauna hátíð til 5 verðlauna en þau voru fyrir besta leikona í aðalhlutverki (Cate Blanchett), besta kvikmyndataka, besta klipping, bestu búningar og besta listræna stjórnunin. Einig van hún til BAFTA og Golden Globes verðlaunana sem besta myndin. Sem sagt, hér er á ferðini mynd sem er skylduáhorf fyrir alla kvikmyndaáhugamenn. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð nú að viðurkenna að ég var ekkert sérstaklega spenntur til að byrja með þegar ég heyrði fyrst getið um þessa mynd um ævi Howard Hughes, því síður að ég vissi eitthvað um þann ágæta mann (hafði einhvern tímann heyrt um hann í sömu andrá og hina risavöxnu Hercules flugvél.) en þegar Martin Scorsese er við stjórnvöllin verður maður einfaldlega að láta sjá sig í bíó og upplifa það sem hann hefur fram að færa. Martin Scorsese hefur alveg einstakan frásagnarstíll og gæti gert klukkutíma í lífi rykmaurs að viðburðarmiklu og spennandi lífi. Ekki skilja mig sem svo að Howard Hughes hafi lifað einhverju “rykmauralífi”, síður en svo!! Maðurinn hefur einfaldlega verið snillingur og að festa líf hans og störf á filmu hefði átt að eiga sér stað fyrir löngu síðan en það gerir einmitt Martin Scorsese svo sannarlega með tilþrifum. Þrátt fyrir nokkra hnökra í persónusköpum aðalpersónunnar og tengsl hans við aðrar persónur í myndinni tekst honum vel upp með að glæða þær lífi og í aðstæðurnar sem þær eru í hverju sinni án þess að detta út í yfirdrifnar tilfinningar. Atburðarásinn er nokkuð hröð í byrjun og nær góðu “risi” en gengur síðan til baka þegar líða tekur á myndina sem er alls ekkert slæmt, þar sem myndin í heild sinni þolir vel þau uppgjör sem eiga sér stað í niðurlagi hennar. Tökur og klippingar eru magnaðar og skemmtilegt að sjá hvernig hann nær að fanga andrúmsloft þess tíma sem sögupersónurnar eru sprottnar úr með einföldum enn úthugsuðum aðferðum. “Golfatriðið” er eftirminnilegt fyrir þær sakir að litaáferð og samtal gera það hálf ljóðrænt. Aðrar tökur eru líka hreinasta unun á að horfa. Leikarar standa sig allir með prýði enda ekki við öðru að búast undir leikstjórn sem þessari. Cate Blanchett og Leonardo Dicaprio komast vel frá hlutverkum sínum og mega vel við una. Myndin er tæplega þrír tímar á lengd og hvet ég alla þá sem hafa þrjá tíma aflögu og hafa gaman af að gleyma sér yfir góðri kvikmynd, tala nú ekki um að kynnast Howard Hughes, að sjá hana!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á The Aviator með miklar væntingar, ég verð að segja það að ég varð fyrir smá vonbrigðum en hún var samt mjög góð en ekki jafn góð og ég hélt að hún yrði. Hún er svoldið l0ng og pínulítið langdregin á köflum. Þessi mynd fjallar um mann að nafni Howard Hughes sem var til í alvöruni á árunum 1905-1976. Hann var frægur kvikmyndagerðamaður og flugvélagerðamaður, og í myndinni segir frá því hvað hann þurfti að ganga í gegnum til þess að verða milljónamæringur. Það eru mikið að leikurum sem kannast við í aukahlutverkum eins og Ian Holm leikur veðurfræðinginn, Willem Dafoe leikur Roland Sweet, Jude Law leikur Errol Flynn og Matt Ross sem er kanski ekki mjög frægur en sumir kannast kanski við hann. Svo eru líka frægir leikarar í aðalhlutverki eins og Alec Baldwin, Alan Alda, John C. Reilly og Cate Blanchett. Í byrjun myndar er hann Howard að gera bíómynd sem heitir Hell's Angels, ég vissi ekki að sú mynd væri til og ég hélt að nafnið á myndini væri skáldað og það var tekin hugmynd af myndinni Wings sem vann fyrstu óskarsverðlaun fyrir bestu mynd árið 1927. Hann gerði myndina Scarface(1932) og myndinna The Outlaw(1943). Cate Blanchett leikur Katharine Hepburn sem var mjög fræg leikkona á þeim tíma og Kate Beckinsale leikur Ava Gardner sem var líka fræg leikkona á þeim tíma. Þessi mynd er tilnefnd fyrir 11 Óskarsverðlaun þar á meðal: Besta mynd, besti leikari í aðalhlutverki, besti leikari í aukahlutverki, besta leikkona í aukahlutverki, besti leikstjóri, besta handrit, besta kvikmyndagerð, besta klipping, besta art direction(veit ekki alveg hvað það þíðir), bestu búningarnir og besta hljóð. Ég gef þessari mjög góðu mynd þrjár og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Góður - en ekki frábær - Scorsese
Eftir að hafa horft á The Aviator tók ég eftir að álit mitt á Leonardo DiCaprio fór svei mér hækkandi. Fyrir svona 2-3 árum þoldi ég ekki manninn, en svo átti hann ágætis rullu í Gangs of New York og fór heldur betur á kostum í Catch Me if you Can. En með Aviator hefur hann útskrifast sem alvöru leikari. Hann er meira en bara sætt andlit á skjánum. Það geislar af frammistöðu hans og framkoman er virkilega sterk og eftirminnileg. Martin Scorsese hefur ávallt náð fram því besta í fólkinu sem hann vinnur með. DiCaprio er orðinn eins og hans nýi De Niro, enda er strax búið að staðfesta að hann muni einnig fara með mikilvægt hlutverk í næstu mynd leikstjórans. En samstarf þeirra hér er gífurlega traust.

Myndin sjálf er augljóslega vönduð og flott, og hún nýtur mikla hjálp frá restinni af leikarahópnum. Ég verð hinsvegar að viðurkenna að ég bjóst við aðeins meiru frá þessari mynd. Eftir allt þetta lof, 11 Óskarstilnefningar, þ.á.m. sem besta mynd, og heilmikla dýrkun gagnrýnenda fannst mér ekki eins og ég hafi verið að horfa á sama meistaraverk og flestir aðrir. Þegar ég horfi á þriggja tíma mynd skiptir miklu máli að maður finni eitthvað til með lykilpersónunni. En þrátt fyrir að Howard Hughes hafi ekki verið sérlega eðlilegur (og geðheill?) maður, þá finnst mér alveg vanta þetta samband á milli hans og áhorfandans. Ég fann aldrei neitt til með honum, hans átökum eða skildi sumar ákvarðanir sem hann tók. DiCaprio sýnir auðvitað afbragðsleik, en vandamálið liggur meira í frásögninni. Handritið hoppar mjög áberandi á milli helstu þáttanna í lífi Hughes án þess að gefa einhvern tíma í að leyfa sköpun hans að þróast örlítið, og það skilur eftir mjög stóra gloppu og smá vonbrigði miðað við það að Scorsese er vanur að kafa miklu dýpra. Jafnvel eru ýmsir þættir sem myndin sleppir að fara nánar út í (þ.á.m. tengslin við Domergue og Ava Gardner), og heldur rétt svo áfram án frekari útskýringa.

Mér fannst myndin heldur ekkert langdregin í sjálfu sér en það hefði samt vel mátt skera aðeins af lengdinni. Viðfangsefnið virkar einhvern veginn ekki nógu breitt til að viðhalda þessari lengd, sérstaklega ef persónusköpun er í lágmarki. Hughes var samt afar merkilegur maður, og myndin fer vel út í afrek hans og allt sem fylgdi honum á ferli hans. Toppur myndarinnar er annars vegar Cate Blanchett, sem er stórfengleg í hlutverki Katherine Hepburn. Túlkun hennar er jafn mögnuð og hún er minnisstæð. Aðrir leikarar (John C. Reilly, Alan Alda, Alec Baldwin o.fl.) eru einkum góðir sem og þeir í ''gestahlutverkum,'' þ.á.m. eru Jude Law, Willem Dafoe, Brent Spiner og Gwen Stefani. Kate Beckinsale var reyndar pínu flöt. Þetta eru sjálfsagt einhver eftiráhrif frá þessum vampírumyndum. Leikstjórn Scorsese er traust að venju og tæknivinnslan er í einu orði sagt glæsileg, ef ekki rúmlega það. Takið einnig eftir því hvernig litapalletturnar skiptast eftir tímabili. Ótrúlega sérstakt.

Það er enginn vafi á því að The Aviator sé mjög athyglisverð, vel leikin og flott kvikmynd. Það er eiginlega ekki hægt að leggja nógu sterka áherslu á það hversu vel gerð og flott hún er. Flugslysaatriðið er m.a. með þeim betri og flottari senum sem ég hef séð á þessu ári, og get ég ekki ímyndað mér að sú sena skilji nokkurn mann eftir áhrifalausan.

Hiklaust má mæla með myndinni. Ég verð samt að segja eins og er, mér finnst hún örlítið ofmetin.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn