Killers of the Flower Moon (2023)
Þegar olía finnst á þriðja áratug tuttugustu aldarinnar í Oklohoma í Bandaríkjunum í landi Osaga þjóðarinnar, þá er Osaga fólkið myrt eitt af öðru á...
Deila:
Bönnuð innan 16 áraÁstæða:
Ofbeldi
Blótsyrði
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Þegar olía finnst á þriðja áratug tuttugustu aldarinnar í Oklohoma í Bandaríkjunum í landi Osaga þjóðarinnar, þá er Osaga fólkið myrt eitt af öðru á dularfullan hátt þar til alríkislögreglan FBI, þar á meðal forstjóri stofnunarinnar J. Edgar Hoover, kemur til skjalanna til að leysa gátuna.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Þetta er sjötta myndin sem Scorsese og DiCaprio gera saman. Hinar eru: Gangs of New York, The Aviator, The Departed, Shutter Island og The Wolf of Wall Street.
Scorsese hefur lengi viljað búa til vestra og sótti innblástur í hetjur æskunnar þegar hann var að gera myndina.
Til að ná dýpri tengslum við persónu sína í myndinni þá hitti DiCaprio meðlimi Osage samfélagsins og ættingja Ernest Burkart.
Fjórum dögum áður en tökur hófust kom tökulið og meðlimir Osage þjóðarinnar saman á hæðarbrún til að blessa landið og hefja tökuferlið formlega.
Osage fólkið í myndinni eru allt indjánar og þar sem því var við komið leikur Osage fólk Osage persónur.
Leonardo DiCaprio tryggði sér réttinn að samnefndri bók David Grann árið 2016, áður en hún var gefin út. Grann er blaðamaður á The New Yorker.
Höfundar og leikstjórar

Martin ScorseseLeikstjóri

Eric RothHandritshöfundur
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur

Apple StudiosUS

Imperative EntertainmentUS

Sikelia ProductionsUS

Appian WayUS
Verðlaun
🏆
Tilnefnd til tíu Óskarsverðlauna.




























