Full dagskrá hjá Scorsese

Hinn 82 ára gamli leikstjóri Martin Scorsese hefur mörg járn í eldinum. Stuttlega eftir síðustu kvikmynd hans ‘The Killers of the Flower Moon’ fréttist að næstu myndir goðsagnakennda leikstjórans yrðu ‘A life of Jesus’, byggt á bók eftir Shūsaku Endō og önnur sannsöguleg kvikmynd um ævis hins heimsfræga söngvara og leikara Frank Sinatra með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki.

Báðar myndirnar hafa hinsvegar verið settar á ís og framleiðslu þeirra frestað. Þá setti Scorsese fókusinn á að leikstýra þáttaseríu með Leonardo Dicaprio, The Devil and the White City, byggt á samnefndri bók eftir rithöfundinn Eric Larson. Auk þessa er á dagskrá Scorsese að leikstýra myndinni The Wager: A Tale of Shipwreck, Mutiny, and Murder og Roosevelt en Leonardo Dicaprio mun einnig leika í báðum þeim myndum.

Enn hefur bæst á verkefnalista leikstjórans en Apple Original Films stúdíóið hefur samið um framleiðslu á kvikmynd byggðri á Gilead skáldsögum rithöfundarins Marilynne Robinson, n.t.t. Home sem er önnur bókin í fjögurra bóka seríu.

Spennandi verður að sjá hvert verkefnanna muni fyrst líta dagsins ljós en vegna tafa á framleiðslunni á A Life of Jesus og ævisögu Frank Sinatra eru góðar líkur að einhverjar áðurnefndar kvikmyndir eða þáttaseríur fari fram fyrir í röðina hjá Scorsese, þ.á.m. framleiðslan á myndinni Home, sem mun einnig, þið giskuðu rétt, skarta Leonardo Dicaprio í aðahlutverki.