Naggrísirnir velta Potter úr toppsætinu

Naggrísirnir í Disney myndinni G-Force sýndu mátt sinn og megin nú um helgina í Bandaríkjunum og veltu Harry Potter and the Half-Blood Prince úr toppsæti aðsóknarlistans.
G-Force þénaði 32,2 milljónir Bandaríkjadala í miðasölunni en Potter kom þar rétt á eftir með 30 milljónir dala.
Rómantíska gamanmyndin The Ugly Truth, með Katherine Heigl og Gerard Butler, var þriðja vinsælust,með 27 milljónir dala í aðganseyri. Þar á eftir fylgdi svo hrollvekjan Orphan með um 12,8 milljónir Bandaríkjadala.