Náðu í appið
5
Bönnuð innan 10 ára

Harry Potter and the Half-Blood Prince 2009

(Harry Potter 6)

Frumsýnd: 15. júlí 2009

153 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics
The Movies database einkunn 78
/100

Voldemort eykur kraft sinn í muggaheiminum og galdraheiminum sem gerir það að verkum að Hogwarts er ekki sami öruggi staðurinn og áður fyrr. Harry grunar að hætta sé innan skólans en Dumbledore vill frekar að hann einbeiti sér að lokabaráttunni við Voldemort sem hann veit að nálgast hratt!

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Breyting til hins betra
Harry Potter and the Half Blood Prince markar ákveðnar breytingar í seríunni. Núna eru þær orðnar dimmar og þótt að Order of the Phoenix hafi verið dimm er Half-Blood Prince byrjunin á endinum og J.K Rowling sagði sjálf að bók 6 og 7 væru eiginlega bara tvær bækur fyrir eina samfellda sögu.

Þrátt fyrir mjög dimman tón er enn fullt af léttum og fyndnum mómentum í myndinni og myndin er drulluskemmtileg út alla lengdina. Ég hef eiginlega ekkert slæmt að segja um myndina, eða nei, bara ekkert. Það er réttur hraði á myndinni, allt hefur tilgang og svo eru leikararnir orðnir helvíti góðir í sínu fagi í þokkabót. Margir hafa gagnrýnt myndina fyrir engan söguþráð né neitt en þeir hafa greinilega verið að horfa á hana án hljóðs, einu augu og kannski pínulítinn hluta af athygli því það er SLATTI í gangi hérna!

Í hvert sinn sem ég sé myndina tek ég eftir fleiru sem kemur við sögu í næstkomandi myndum eða þessari. Það er svo mikið af smáatriðum sem hægt er að líta yfir. Tom Felton hefur vægast sagt bætt sig í leik og ég var nánast viss um að þeir hefðu skipt um leikara. Ég er ekki að tala Óskarsframmistöðu en samt mun betur en áður.
Þremenningarnir, Harry, Ron og Hermoine halda svo áfram að bæta sig með Rupert Grint fremst í flokki.

Klassísk atriði blandast hormónadrifnum aðstæðum og gera þessa mynd að næst- eða bestu Harry Potter-myndinni. Sjáum hvort lokakaflinn nái að toppa hana. En já, sérstakur plús fyrir geðveika tónlist sem gefur manni gæsahúð á köflum, sérstaklega í ákveðnu atriði með Dumbledore og Harry: The Cave.

Fullt hús!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Æðisleg upphitun
Eins mikill Harry Potter nörd og ég er þá er ég svolítið hissa á sjálfum mér hversu sjaldan ég hef séð 6. myndina, The Half-Blood Prince. Ég var að horfa á hana í fyrsta sinn síðan ég sá hana í bíói árið 2009. Þá taldi ég hana vera með betri myndum seríunnar með eitthvað af göllum en eftir að hafa horft á hana núna tel ég hana vera að ennþá betri með færri galla en ég hélt.

David Yates hefur sannað með sínum þremur myndum að hann er besti leikstjórinn fyrir Harry Potter myndirnar, og er Half-Blood Prince engin undantekning. Á meðan myndin hefur ekki eins gott flæði, spennu og skemmtanagildi bæta Yates og Steve Kloves það fyrir með því að hafa miklu betra drama, betur skapaðri karaktera og miklu meira keyrð af karakterunum. Ég gef þeim tveimur líka frábært hrós fyrir að ná að blanda öllum söguþráðum bókarinnar (dramað á milli unglingana, Slughorn, Malfoy og einkatímar Harry við Dumbledore) mjög vel saman. Enginn af þeim er skilinn út undan, allir nýtast vel og reyna ekki klína sig við hvorn annan.

Á meðan það böggaði mig að Prisoner of Azkaban kom með atriði sem skiptu ekki neinu máli fyrir söguna á kostnað tíma til að útskýra hluti betur, þá böggar það mig ekki hér, enda komast flestar upplýsingarnar til skila hérna (og komu margar til skila í 7. myndinni og, vonandi, í 8. myndinni) og atriðin sem voru ekki bókinni hafa að minnsta kosti einhvern tilgang hér. Byrjunaratriðið og árásin á Burrow (heimili Ron), sem sýna að enginn er lengur örugggur, voru til dæmis mjög kraftmikil.

Eftir að leikurinn bætti sig í Order Of The Phoenix, þá bætti hann sig ennþá betur hér. Rupert Grint og Daniel Radcliffe eru æðislegir í sínu hlutverki. Húmorsleikurinn er sérstaklega bættur hjá þeim (sem sést til dæmis þegar Daniel er undir áhrifum Felix Felicis og Ron undir áhrifum ástardrykks, æðisleg). Emma Watson bætir sig líka heilmikið. Grátatriðin tvö sem eru í þessari mynd eru hundrað sinnum betri en þau voru í Goblet Of Fire og sést vel hversu vel þau hafa bætt sig í leiknum. Jim Broadbent er mjög góður og Hero Fiennes-Tiffin og Frank Dillane (sem leika báðir ungan Voldemort) eru ekkert verri heldur en Christian Coulson sem var í annari myndinni. Bonnie Wright (Ginny Weasley) og Tom Felton (Draco Malfoy) eru líka æðisleg í sínum hlutverkum og bæta við talsverðum persónuleika í karakteranna sína. Aðrir leikarar bæta sig líka, þá sérstaklega Michael Gambon. Hann nelgdi karakterinn sinn loksins fullkomlega.

Húmorinn er sá besti úr seríunni. Kloves kemur með fullt af húmor inn í atriði sem er bættur með frammistöðum leikara. Húmorinn er nær alltaf óþvingaður og Yates nær vel að skipta á milli húmor og drama, og sömuleiðis á milli söguþráðanna, þökk sé flæði myndarinnar.

Tónlistin er einhver sú besta úr seríunni, tæknibrellurnar og stíllinn eru bæði frábær og kvikmyndatakan er sú besta úr seríunni (til dæmis skotið þegar Harry og Dumbledore fara frá Hogwarts, VÁ). Andrúmsloftið er líka það besta úr seríunni, hvort sem alvarlegar eða fallegar senur eru í gangi. Klæmaxinn er nær alltaf lágstemmdur en nær að vera mjög kraftmikill á köflum. Allur síðasti hálftíminn er jafnöflugur og sá sem var í Order Of The Phoenix var skemmtilegur. Karakterarnir og þróunin við þá er líka sú besta. Á sinn hátt er þessi mynd unglingadrama á sínu besta með myrku útliti og söguþræði með. Allt sem tríóið gengur í gegnum er raunhæft en fer aldrei út í hallærisleika eða væmni.

Eitt af því besta við seríuna í heild sinni að bæði bækurnar og myndirnar þróast, verða alvarlegri og fullorðnast með áhorfandanum. Eftir því sem myndirnar urðu fleiri fóru einkennin að beinast meira að karakterunum heldur en heiminum. Á meðan sumum hefur fundist myndirnar vera betri þegar þær voru meira “töfrandi” þá finnst mér báðar hliðarnar góðar.

Gallar myndarinnar eru helst yfir það sem myndin sleppur. Flest allt virkar, smávegis ekki. En ég hef trú á að 8. myndin eigi eftir að loka flestum eða öllum holum sem hafa skapast yfir myndina. Það voru nokkrar lokaðar í Deathly Hallows: Part 1, svo ég hef ekki áhyggjur.

Veistu hvað, þetta er besta Harry Potter myndin hingað til.

9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Eingöngu fyrir Potter aðdáendur,
Harry Potter er fyrir löngu komin á háan stall bókmenntasögunnar. Það verður vitnað í bækurnar og þær bornar saman við aðrar bækur næstu áratugina. Það sama verður samt ekki sagt um myndirnar sem eru ekki ýkja merkilegar og auðgleymdar, nema fyrir Potter aðdáendur enda hefur tekist ágætlega, í flestum tilfellum, að yfirfara söguþráð bókanna í kvikmyndaform. Nýja myndin, Harry Potter and the Half-Blood Prince fellur í sama flokk og fyrri myndirnar, auðgleymd og langdregin, nema fyrir aðdáendur Pottersins eins og ég kom að hér að framan.
Það er óþarfi að rekja söguþráðinn í löngu máli en stutt útgáfa er á þessa leið: Harry og félagar eru að reyna að koma í veg fyrir að Voldemort og hans hyski nái fótfestu í Hogwarts galdraskólanum. Áhorfendur fá að kynnast persónu Voldemorts og það er kafað aðeins ofan í það hvers vegna hann er eins illur og hann er.
Leikararnir standa sig ágætlega og Daniel Radcliffe (Harry Potter), Emma Watson (Hermonie) og Rupert Grint (Ron Weasley) hafa öll vaxið í hlutverkum sínum. Hinsvegar eru það gömlu kempurnar Alan Rickman, Michael Gambon og Jim Broadbent sem stela senunni.
David Yates heldur vel utan um verkefnið, tæknibrellur eru mjög góðar og hljóð er framúrskarandi.
Hinsvegar er myndin bara alltof langdregin, óspennandi og á köflum leiðinleg fyrir hinn almenna áhorfanda. Er samt viss um að Potter aðdáendur eru að ,,fíla" þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Úff.........
Hér er Harry Potter mættur aftur enn eina ferðina enn í enn einni slöppu myndinni enn. Ég er alls enginn aðdáandi bókanna eða myndanna um þennan gutta og hef haft litla þolinmæði í hvort tveggja. Ég ákváð þó að gefa þessari mynd séns, mér fannst hún fara leiðinlega af stað, skánaði síðan aðeins og varð tolerable skemmtun en síðasti hálftíminn er alveg hrikalega þreytandi og langdreginn. Leikararnir eru misgóðir, Daniel Radcliffe sjálfur er að mínu mati ógeðslega óþolandi og leiðinlegur leikari. Hann passar kannski útlitslega í hlutverkið en frammistaðan er bara glötuð. Rupert Grint er aðeins skárri en hreif mig ekkert sérstaklega. Helena Bonham Carter er hins vegar ágæt sem Bellatrix en því er sóað með alltof litlum skjátíma. Svo er Alan Rickman eitt það besta við myndina en hann fer á kostum sem prófessorinn og semi-fjandmaður Harry's. En allt í allt fannst mér þessi mynd ekki nógu góð og hún sleppur ekki einu sinni með miðlungseinkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
David Yates the HP Savior.
ATH! Það eru spoilerar í þessari grein fyrir þá sem ekki hafa lesið bókina eða séð myndina.

Harry Potter er partur af æsku minni, og stór partur, það mætti segja að ég sé ein af þessum virkilega strangtrúðu lesendum Harry Potters. Kvikmyndirnar voru/eru ekki hátt settar hjá mér, en eftir Order of the pheonix hef ég mun meiri trú á framtíð Harry Potters en ég hafði, því númer 5 var hreint út sagt stórkostleg, ekki bara sem “adaption” af bókinni heldur einnig sem kvikmynd ein og sér. David Yates, í öðrum orðum, er bjargvættur Harry Potter kvikmyndanna í mínum augum (Ímyndið ykkur hann nú í sokkabuxum með skikkju aftan á bakinu með letrinu “HP Savior”).

David Yates hefur blásið nýju lífi í Harry Potter seríuna, gefið henni stíl og ýtt hæfileika úr leikurum sem aðrir leikstjórar hafa því miður mistekist í. HBP er mun raunverulegri en hinar hafa verið, það er að segja hún er ekki eins “magical”, sem er alls ekki slæmt, frekar þjónar það söguþræði myndarinnar og gefur karakterunum meira pláss fyrir þróun. HBP er rosalega drungaleg þrátt fyrir húmor og rómantík. Yates sýnir í þessari mynd að hann hefur auga fyrir húmor því að grínið er einlægt og effortless en ekki þvingað.
Það sem heillaði mig hvað mest við fimmtu myndina var útlit og töfrar aka. special effects. Það heldur auvðitað áfram í Half-blood Prince og er það alveg jafn stórkostlegt hvernig litlir töfrar eins og Lumos líta stórkostlega út á hvíta tjaldinu, einnig hvernig Death Eaters ferðast um og apparation upplifun Harry’s koma fáránlega vel út á skjánum. Útlit myndarinnar í heild er, svo ég noti nú orðið stórkostlegt enn of aftur, stórkostlegt og kvikmynda upptakan (cinematography á ensku) hreint út sagt falleg, ég held að það sé rétta orðið til að nota hér.

Emma Watson kom rosalega á óvart, hún var mun raunverulegri sem Hermione í þessari mynd en hún hefur verið í fyrri myndun, þar sem að mínu mati hún var oft mjög ýkt. Rupert Grint hefur staðið sig best af tríóinu hingað til. Daniel Radcliffe stóð sig stórkostlega í Order of Pheanix, eða mun mun betur en einhvertíman væri hægt að búast við af honum, þannig auvðitað bjóst ég við sama performance af honum í HBP, jafnvel betra.... ég verð að segja að ég fékk ósk mína ekki uppfyllta, Radcliffe var jú mun betri en í 1,2,3og4 og á pörtum var hann alveg stórkostlegur (Felix Felicis senan er alveg yndisleg) en á pörtum þar sem þörf var á sterkri framistöðu, þá sérstaklega í atriðum á milli Harry og Dumbeldore, stóðst hann ekki væntingar. Sem hræðir mig hvað mest að því leiti (sem hardcore aðdáandi bókanna) að hann eigi engan veginn eftir að standast undir væntingar í Deathly Hallows.Tom Felton kom skemmtilega á óvart og Helen McCroy sem leikur móðir hans var unaðsleg og stal allri athygli frá Helenu Boham Carter sem (of)leikur systir hennar Bellatrix Lestrange. Ég vil líka nefna Freddie Storma sem lék Cormac McLaggen var hreint út sagt frábær sem einn mest pirrandi karakter Harry Potter heimsins (Cormic McLaggen að “reyna við” Hermione, priceless!) og svo Jessie Cave sem fékk það skemmtilega hlutverk að leika kærustu “Won-Won’s”.

Eitt af því besta við HBP er hversu vel handritshöfundurinn nær að taka sjöttu bókina, sem er ekki beint skrifuð með það í huga “Ohh Yes! This will make the best movie adaption ever!” Bókin er 607 bls. og inniheldur heiftarlega mikið af upplisýngum og sögu, sem er að mestu leiti aðeins uppbygging fyrir sjöundu og síðustu bókina. Það er alveg fáránlegt (afsakið orðabragð) hversu vel Steve Kloves tekst að fara með söguna og upplýsingar bókarinnar í handritinu, persónulega var ég aldrei að búast við þessu af honum miðað við fyrri myndir (þá sérstaklega þriðju). En auðvitað situr einhver pirringur eftir í manni og er það að mestu leiti litlir hlutir, og sem strangtrúaður lesandi Harry Potter, finnst skipta máli þegar kemur að síðstu bókinni eða kvikmynda pörtunum tvemur. Er þá helst að nefna, apparation lessons sem er sleppt, mikil notkun non-verbal spells nemenda (sem er samt vel hægt að horfa framhjá) og traust Dumbeldores á Harry sem skilar sér ekki alveg í HPB, eða að Dumbeldore hafi skilið Harry eftir með mission sem hann einn, ásamt Hermione og Ron, þarf að klára.

Ég ætla ekki að fara mótmæla húmor og unglinga drama myndarinnar, því það er að það sem gerir myndina svo einstaklega skemmtilega (og bókina). En (stórt en) það hefði mátt gera aðeins meira pláss fyrir Horcruxes, Dumbeldore og Harry. Því mikið af þeim atriðum sem komu að Voldemort voru oggu-ponsu flýtt, þá sérstaklega í endann þegar Dumbeldore og Harry sjá síðustu minninguna.

Sem strangtrúaður lesandi Harry Potter seríunnar er ég sátt með Half-blood Prince. En sem mikill kvikmynda áhugamaður fannst mér hún stórkostleg (síðasta sinn sem ég nota þetta orð, lofa!) og frábær skemmtun. í heild er kvikmyndinn frábær, útlit, brellur, leikur og húmor. Aðdáendur þurfa að hafa litlar áhyggjur af þessari og ég held að Deathly Hallows part 1&2 séu í góðum höndum David Yates, og get ég ekki annað en beðið spennt eftir að sjá loka kaflan á stóru hvítu tjaldi.

8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn