Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Stundum kjánaleg, stundum spennandi
(Ath. Í þessari umfjöllun eru mjög vægir spoilerar)
Burtséð frá virkilega ógeðfelldu opnunaratriði og frekar kjánalegri fléttu í lokin er ekkert að finna í Orphan sem maður hefur ekki séð oft áður. En áður en ég hljóma alfarið neikvæður þá verð ég að hrósa Jaume Collet-Serra (hinum annars ómerkilega leikstjóra, sem fær reyndar punkta hjá mér fyrir að hafa drepið Paris Hilton á filmu) fyrir prýðis spennuuppbyggingu, óþægilegt andrúmsloft og furðulega góða meðhöndlun á leikurunum sem gerir þessa klisjuhátíð eitthvað þess virði að horfa á.
Út alla myndina leið mér frekar illa, sem er góður hlutur þegar um svona mynd er að ræða. Það eru nokkrar mjög ljótar senur til staðar, ýmsir sjúkir undirtónar og skot sem gefa manni talsverða gæsahúð. Ég er annars venjulega ekki mjög hrifinn af myndum sem sýna mikið ofbeldi gagnvart börnum, en Orphan virðist vita hvað hún er að gera og ýtir það gjarnan undir áhrifin. Myndin er reyndar pínu löng miðað við hvað hún fjallar um lítið, en samt fannst mér hún aldrei langdregin. Hún er meira í takt við hryllingsþrillera frá sjöunda/áttunda áratugnum frekar en að flakka á milli bregðuatriða eins og tískan hefur verið undanfarinn áratug, og mér leist vel á það. Ímyndið ykkur fílinginn á Rosemary's Baby nema bætið við lítilli stelpu sem hefur áhuga á rússneskri rúllettu. Sjúkt.
Það eru fáein skipti þar sem að bregðuatriði eru notuð, og þá á frekar þvingaðan máta (eins og þegar Peter Sarsgaard birtist í speglinum), en ekkert of alvarlegt. Tónlistin hjá John Ottman smellur vel við andrúmsloftið og myndatakan er meira að segja mjög flott. Leikurinn stendur einnig mikið upp úr og er margfalt betri en maður sér venjulega í svona mynd. Isabelle Fuhrman er svakalega öflug sem litli djöfullinn (og þarna nota ég vægt orð) hún Esther, og selur hún persónuna vel með lágstemmdri frammistöðu sem fær mann til að hata hana um leið og rétti persónuleiki hennar kemur í ljós. Vera Farmiga verður líka að fá eitthvað hrós þar sem hún fær óvenju kröfuhart hlutverk og sló hún hvergi feilnótu. Þessar tvær gera miklu meira fyrir myndina yfir heildina en maður myndi halda.
Hins vegar, ef þið hafið séð myndir eins og The Omen, The Hand that Rocks the Cradle eða The Good Son, þá hafið þið meira eða minna séð þessa mynd. Mér var svosem sama þar sem mér fannst hún að mörgu leyti virka. Hún hélt mér jafnvel í heljargreipum á fáeinum stöðum og ég var viss um að ég ætti eftir að geta mælt með henni á endanum þangað til að ákveðið "plot-twist" kom fram. Um leið og útskýringarnar komu þá gerðist tvennt: Ég datt nánast samstundis út úr myndinni þar sem ég átti mjög erfitt með að trúa því að helstu persónur myndarinnar væru svona glærar og höfðu ekki "fattað" þetta fyrr. Síðan fór allur afgangurinn á myndinni á sjálfsstýringu og klisjurnar fóru þ.a.l. að fjölga sér hraðar. Mér fannst eins og myndin hafi breyst í eitthvað sem hún átti alls ekkert að vera, s.s. "psycho-killer" mynd.
Eftir myndina leið mér eins og leikstjórinn hafi náð að taka ófrumlegt og fyrirsjáanlegt handrit og náð að breyta því í vel leikna og lúmskt áhrifaríka sálfræði-hrollvekju, en síðan er eins og hann hafi skyndilega misst áhugann á atburðarásinni þegar líður að lokaþriðjungnum. Svekkjandi.
6/10 - Mikið rosalega hljóta ættleiðingarstofur að vera ánægðar með þessa mynd.
(Ath. Í þessari umfjöllun eru mjög vægir spoilerar)
Burtséð frá virkilega ógeðfelldu opnunaratriði og frekar kjánalegri fléttu í lokin er ekkert að finna í Orphan sem maður hefur ekki séð oft áður. En áður en ég hljóma alfarið neikvæður þá verð ég að hrósa Jaume Collet-Serra (hinum annars ómerkilega leikstjóra, sem fær reyndar punkta hjá mér fyrir að hafa drepið Paris Hilton á filmu) fyrir prýðis spennuuppbyggingu, óþægilegt andrúmsloft og furðulega góða meðhöndlun á leikurunum sem gerir þessa klisjuhátíð eitthvað þess virði að horfa á.
Út alla myndina leið mér frekar illa, sem er góður hlutur þegar um svona mynd er að ræða. Það eru nokkrar mjög ljótar senur til staðar, ýmsir sjúkir undirtónar og skot sem gefa manni talsverða gæsahúð. Ég er annars venjulega ekki mjög hrifinn af myndum sem sýna mikið ofbeldi gagnvart börnum, en Orphan virðist vita hvað hún er að gera og ýtir það gjarnan undir áhrifin. Myndin er reyndar pínu löng miðað við hvað hún fjallar um lítið, en samt fannst mér hún aldrei langdregin. Hún er meira í takt við hryllingsþrillera frá sjöunda/áttunda áratugnum frekar en að flakka á milli bregðuatriða eins og tískan hefur verið undanfarinn áratug, og mér leist vel á það. Ímyndið ykkur fílinginn á Rosemary's Baby nema bætið við lítilli stelpu sem hefur áhuga á rússneskri rúllettu. Sjúkt.
Það eru fáein skipti þar sem að bregðuatriði eru notuð, og þá á frekar þvingaðan máta (eins og þegar Peter Sarsgaard birtist í speglinum), en ekkert of alvarlegt. Tónlistin hjá John Ottman smellur vel við andrúmsloftið og myndatakan er meira að segja mjög flott. Leikurinn stendur einnig mikið upp úr og er margfalt betri en maður sér venjulega í svona mynd. Isabelle Fuhrman er svakalega öflug sem litli djöfullinn (og þarna nota ég vægt orð) hún Esther, og selur hún persónuna vel með lágstemmdri frammistöðu sem fær mann til að hata hana um leið og rétti persónuleiki hennar kemur í ljós. Vera Farmiga verður líka að fá eitthvað hrós þar sem hún fær óvenju kröfuhart hlutverk og sló hún hvergi feilnótu. Þessar tvær gera miklu meira fyrir myndina yfir heildina en maður myndi halda.
Hins vegar, ef þið hafið séð myndir eins og The Omen, The Hand that Rocks the Cradle eða The Good Son, þá hafið þið meira eða minna séð þessa mynd. Mér var svosem sama þar sem mér fannst hún að mörgu leyti virka. Hún hélt mér jafnvel í heljargreipum á fáeinum stöðum og ég var viss um að ég ætti eftir að geta mælt með henni á endanum þangað til að ákveðið "plot-twist" kom fram. Um leið og útskýringarnar komu þá gerðist tvennt: Ég datt nánast samstundis út úr myndinni þar sem ég átti mjög erfitt með að trúa því að helstu persónur myndarinnar væru svona glærar og höfðu ekki "fattað" þetta fyrr. Síðan fór allur afgangurinn á myndinni á sjálfsstýringu og klisjurnar fóru þ.a.l. að fjölga sér hraðar. Mér fannst eins og myndin hafi breyst í eitthvað sem hún átti alls ekkert að vera, s.s. "psycho-killer" mynd.
Eftir myndina leið mér eins og leikstjórinn hafi náð að taka ófrumlegt og fyrirsjáanlegt handrit og náð að breyta því í vel leikna og lúmskt áhrifaríka sálfræði-hrollvekju, en síðan er eins og hann hafi skyndilega misst áhugann á atburðarásinni þegar líður að lokaþriðjungnum. Svekkjandi.
6/10 - Mikið rosalega hljóta ættleiðingarstofur að vera ánægðar með þessa mynd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
David Leslie Johnson-McGoldrick
Framleiðandi
Warner Bros. Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
9. október 2009
Útgefin:
25. febrúar 2010