Næsta Nolan mynd verður njósnatryllir

Christopher Nolan hefur nú loks tilkynnt nafnið á næstu kvikmynd sinni, auk þess sem upplýsingar um leikara hafa verið gefnar út. Myndin heitir Tenet, og er lýst sem sögulegri spennumynd, úr alþjóðlegum njósnaheimi.

BlacKkKlansman leikarinn John David Washington, Robert Pattinson og Elizabeth Debicki eru nú þegar meðal leikenda, en ný nöfn hafa bæst við, þau Michael Caine, Kenneth Branagh og Aaron Taylor-Johnson. Bollywood stjarnan Dimple Kapadia og Harry Potter leikkonan Clemence Posey eru sömuleiðis í hópnum.

Framleiðsla á myndinni er hafin, en tökur munu fara fram í sjö mismunandi löndum. Rétt eins og með fyrri myndir Nolan, þá mun hann taka myndina upp í IMAX risabíósniði og á 70 mm filmu.

Tenet kemur í bíó 17. júlí 2020 og verður 11. mynd leikstjórans. Þegar hún verður frumsýnd verða liðin þrjú ár frá því síðasta mynd hans, seinni – heimsstyrjaldar epíkin Dunkirk , var frumsýnd.

Dunkirk sló í gegn um allan heim, en tekjur af henni námu 526 milljónum dala. Fyrir myndina hlaut Nolan fyrstu tilnefningu sína til Óskarsverðlauna sem leikstjóri. Aðrar helstu myndir Nolan eru The Dark Knight þríleikurinn, Inception og Interstellar.