Martin Campell og Pathfinder

Martin Campell ( Vertical Limit , The Mask of Zorro ) hefur nú skrifað undir samning hjá Paramount um að leikstýra kvikmyndinni Pathfinder. Er þetta fimm ára gamalt handrit skrifað af George Nolfi, og fjallar um njósnara sem ætlar sér að koma í veg fyrir að vitfirrtur samstarfsfélagi sinn drepi fjölda manns og sprengi hluti í loft upp á kvikmyndavænan hátt. Ýmsir aðilar hafa komið að verkefninu og farið frá því aftur, þar á meðal Arnold Schwartzenegger , Nicholas Cage og Mel Gibson. Sú staðreynd að Campell hefur tekið þetta að sér þýðir að framhaldinu af Zorro hefur þá verið ýtt aftur og enginn veit hvenær það verkefni kemst aftur í gang.