Apar ráða öllu – Fyrsta kitla úr Kingdom of the Planet of the Apes

Fyrsta kitla og plakat er komin út fyrir spennumyndina Kingdom of the Planet of the Apes, en myndin kemur í bíó á Íslandi 24. maí næstkomandi.

Myndin, sem leikstýrt er af Wes Ball eftir handriti Josh Friedman, Rick Jaffa, Amanda Silver og Patrick Aison, er framhald War for the Planet of the Apes frá árinu 2017. Um er að ræða fjórðu Planet of the Apes myndina í seríunni eftir að flokkurinn var endurræstur árið 2017 með Rise of the Planet of the Apes. Næst kom Dawn of the Planet of the Apes árið 2014 og svo War for the Planet of the Apes árið 2017 eins og fyrr sagði.

Með helstu hlutverk í nýju myndinni fara Owen Teague, Freya Allan, Kevin Durand, Peter Macon og William H. Macy.

Kingdom of the Planet of the Apes (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Mörgum árum eftir valdatíð Caesars eru apar ráðandi dýrategund á Jörðinnni og búa í sátt og samlyndi við menn sem hafa dregið sig í hlé. Á sama tíma og nýr herskár api byggir upp veldi sitt, heldur ungur api af stað í erfitt ferðalag sem lætur hann efast um allt sem hann ...

Þróun myndarinnar hófst árið 2019 og var handritið skrifað að mestu leiti í faraldrinum árið 2020.

Owen Teague, sem sést hér fyrir ofan í hlutverki sínu í It, var ráðinn í aðalhlutverkið í ágúst 2022. Tökum lauk í febrúar á þessu ári.

Sjáðu plakatið nýja og kitluna hér fyrir neðan: