Persónulegasta mynd Spielbergs

Steven Spielberg hefur sagt að flestar hans myndir byggi sumpartinn á einhverju sem hann hefur upplifað. The Fabelmans, sem kemur í bíó í dag, er hins vegar byggð á hans eigin ævi, uppvexti og unglingsárum fram á fullorðinsár.
Þetta er persónulegasta myndin sem Spielberg hefur gert og að margra mati sú besta. Hún hefur verið tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna og fimm Golden Globe-verðlauna, meðal annars sem besta myndin, besta handritið og besta leikstjórn.

Upptaka í gangi.

Sammy Fabelman fer í fyrsta sinn í kvikmyndahús 1952 og sér óskarsverðlaunamynd Cecil B. DeMille, The Greatest Show on Earth. Hann heillast af myndinni, fær áhuga á kvikmyndagerð og byrjar að taka heimakvikmyndir með Super 8 vél sem pabbi hans á.
Fljótlega kemur í ljós að Sammy hefur mikla hæfileika á þessu sviði og er efnilegur. Við fylgjumst með því hvernig hann kvikmyndar og klippir myndir af fjölskyldunni, skóla- og skátafélögum sínum og áttar sig á því töfratæki sem kvikmynd er.

Ekki dans á rósum

Fjölskyldusagan er ekki eintómur dans á rósum og að því kemur að foreldrar Sammy skilja vegna þess að móðir hans tekur saman við fjölskylduvin. Sammy hafði áttað sig á því að eitthvað væri í gangi milli þeirra vegna þess að hann hafði myndað þau saman í lautarferð fjölskyldunnar. Hann klippti eina útfærslu af lautarferðinni til að sýna fjölskyldunni og svo var til Director’s cut.


Aðalhlutverk: Michelle Williams, Gabriel LaBelle, Paul Dano, Judd Hirsch, Seth Rogen og Mateo Zoryan Handrit: Steven Spielberg og Tony Kusner
Leikstjórn: Steven Spielberg