Stórglæsilegir Amsterdam leikarar á rauða dreglinum í Lundúnum – myndbönd

Stjörnurnar í kvikmyndinni Amsterdam, sem Hildur Guðnadóttir semur tónlistina fyrir, og sagt var frá hér á síðunni í sumar, gengu rauða dregilinn þegar myndin var frumsýnd í Lundúnum í Bretlandi á dögunum.

Leikstjóri kvikmyndarinnar er David O. Russell

Christian Bale, Margot Robbie, Andrea Riseborough og Rami Malek á frumsýningunni við Leicester torg í Lundúnum. Myndin er framleidd af 20th Century Studios og New Regency.

Söguþráður kvikmyndarinnar sem kemur í bíó 7. október hér á Íslandi er eftirfarandi:

Amsterdam gerist á fjórða áratug síðustu aldar og segir frá þremur vinum sem verða vitni að morði, en eru sjálfir grunaðir um verknaðinn. Þeir afhjúpa síðan eina svívirðilegastu fyrirætlun í sögu Bandaríkjanna.

Eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmyndum og myndböndum skörtuðu þau Margot Robbie, Christian Bale, Rami Malek og fleiri sínu fegursta fyrir framan myndavélarnar.

Christian Bale leikur Burt Berendsen.

Sjáðu myndböndin og ljósmyndirnar hér fyrir neðan ásamt stiklu kvikmyndarinnar.

Rami Malek gefur eiginhandaráritanir.
Andrea Riseborough sinnir aðdáendum sínum.
Margot Robbie brosti sínu blíðasta en hún fer með hlutverk Valerie Voze.
Rami Malek var glaður á dreglinum en Malek leikur Tom Voze í myndinni.
Andrea Riseborough var stórglæsileg á dreglinum en hún fer með hlutverk Beatrice Vandenheuvel.