Bergmál verðlaunuð í Kanada

Kvikmyndin Bergmál hlaut nýverið sérstök dómnefndarverðlaun á hinni árlegu kvikmyndahátíð í Gimli í Kanada. Þetta eru sjöttu alþjóðlegu kvikmyndaverðlaunin sem myndin hlýtur og vann til sinna fyrstu verðlaun í aðalkeppni hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Locarno. Myndin er einnig í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðaunanna, sem afhent verða í Reykjavík 12. desember.

Bergmál var frumsýnd hérlendis í nóvember á síðasta ári en um ræðir ljóðræna kvikmynd um íslenskt samfélag í aðdraganda jóla og endar á nýársdag. Framleiðendur eru Lilja Ósk Snorradóttir, Live Hide og Rúnar Rúnarsson.

Rúnar er handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar og hefur vakið töluverða athygli með kvikmyndunum Eldfjall og Þrestir ásamt stuttmyndum. Á meðal þeirra er Síðasta bæinn, sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna 2006 og hafa kvikmyndir Rúnars ferðast um helstu hátíðir heimsins og unnið vel yfir 130 alþjóðleg kvikmyndaverðlaun.